Lítill er stærri

0
657

Þróun barmenningar á Íslandi hefur verið að fá sem mest fyrir peninginn. Þessi þróun er ekki slæm í eðli sínu, því í henni felst meira magn fyrir minni pening, þetta hefur þó sína galla. Hver þekkir ekki að vera að koma frá bar borðinu með tvö- þrjú glös fyrir sig og vini sína, bograst með þetta í gegnum fjöldann og öll glöss full upp í topp. Við svoleiðis aðstæður er óumflýjanlegt að eitthvað af þessum dýra vökva falli til jarðar og verði engum að góðu. Tala nú ekki um þrifin sem skapast eftir anna samt kvöld inn á meðal krá.

Það væri mikið fallegra að sjá littla bjóra með fallegri froðu í stað stórra bjórglasa með bjór alveg upp í topp. Það væri mikið snyrtlegra að horfa yfir borðin á veitingarstað eða krá. Tala nú ekki um ef glösin eru vegleg og falleg á fæti. Fyrir þá sem vilja njóta bjórsins í rólegheitunum, þá verður bjórinn ekki jafn fljótt flatur sem gerist iðulega í stærri glösum, fyrir utan, að með smærri og betri framsetningu, verður fólk þá e.t.v. nægjusamara og nálgast því bjórmenningu sem er meira ríkjandi í löndunum í kringum okkur. En að fá fólk til að versla litla bjóra er ekki eins auðvelt og ætla mætti. Það krefst lækkunar á verði lítils bjórs, það eitt, að er virðist, er stórt stökk fyrir bar eigendur

Auglýsing

Kostirnir við að drekka úr littlu glasi eru; minni sóðaskapur, minni líkur á að bjórinn verður flatur, bjórinn fær betri framsetningu og oftar en ekki er drukkið minna og líður því neytandanum betur fyrir vikið. Það er ekki aðlaðandi að þurfa að teiga bjórinn því hann gæti orðið flatur á hverri stundu og verða fyrir vikið ölvaður á stuttum tíma, þetta er gott og blessað ef markmiðið er að verða ölvaður en gerir lítið úr bjórmenningunni og þeim sem vilja njóta bjórsins í rólegheitunum.

„Less is More“ að fá meira fyrir minna er það sem við erum að sækjast eftir með minni einingum af bjór. Flest þeirra sem ég hef talað við og spurt hvort það myndi kaupa lítinn eða stóran ef sama lítra verð væri til staðar, völdu flestir lítinn bjór. Fólki líður einfaldlega betur með minni skammta og ferskari bjór. Ég hvet samt alla að panta bjór í flöskum. Flöskur hafa svipaðan þokka og lítil glös og ekki verra að fá lítið glas með.

Erling Þór

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt