Limfjords porter, Double Brown Stout

0
254

Huginn‎

Brúnn haus, tveir fingur.
Nefið er brennt malt og klípa af dökkum ávöxtum.
Kolsvört uppbygging með fallegri og mikilli blúndu. Olíukenndur. Blúndan er með þeim fallegri, jafnvel skítug.
Mikið og brennt malt/kaffibragð með apótekara lakkrís eftirbragði. Eftirbragð er ákveðið og situr aftarlega á tungunni.
Flaskan er mjög flott, eflir væntingar og gefur kannski hugmynd um bragð.
Mæli eindregið með honum.
Gef þessum 96 af 100 í einkunn.

Muninn ‎

Hausinn er 1,5 putti, vel brúnn, stutt
nefið er reykt malt, expresso kaffi, hint af karamellu, smá sæta
Body er biksvart.ógegnsætt. Mjög fallegt
smakkast af reyktu malti, anís og keimur af karamellu, lítil beyskja
eftirbragð er af sætu anís og reyktu malti.
olíukenndur og þar af leiðandi góð blúnda.
Áferðin er mjúk og þægileg
Venst mjög vel.
Flaskan og miðinn er mjög dönsk.
APV er 7,9%
Kann vel við þennan,..
við erum allir með sitthvora lögnina þegar hann er tekinn til umfjöllunar og eru þeir örlítið mismunandi milli lagna sem er ekki gott.
það vegur inn í lokaskor hjá mér að ekki er stöðugleiki milli lagna.
Þessi er langt yfir meðallagi og fær 90 af 100 hjá mér.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.