Leffe Blonde

0
297

Muninn

Hausinn er um 1putti, rjómakenndur Body er gyllt, tært Nefið er ávextir, krydd, létt hveiti Smakkast af hveiti, krydd og léttum ávöxtum. Eftirbragð er sama, meðalending Blúndan er olíukennd, þétt og mikil hengja Nálardofinn er mildur og munnfylli mikið Venjan er ágæt ABV er 6,6% Allt í allt er Leffe blonde ágætis hveitibjór Bjóst ég samt við meira af honum. Gef honum 45 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er rúmur einn fingur, rjómakenndur og rólegur. Blúndan er þétt og falleg með ágætri hengju. Nef er ferskt, ávextir og malt. Uppbygging er appelsínu gyllt. Fylling er fín og náladofi er góður. Bragð er banani, krydd og malt. Miðjan er krydduð sem leiðir út í maltað eftirbragð. Neðar í glasinu verða humlarnir nokkuð áberandi. Venja er ágæt. Þetta er bragðmikill belgískur bjór. Minnir óneitanlega á hveitibjór, sem og þessi líklega er, mjög áberandi banabragð (hveiti). Ég er nokkuð ánægður með hann, brögð eru í ágætis jafnvægi, bragðmikill og góður. Ég gef þessum 65 af100.

Fyrri greinThisted Stenøl
Næsta greinCarlsberg Carls porter
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt