Lebowski

0
356

Venjulega fjöllum við ekki um nýja bari / krár (nema bjórbar sé), en svo skemmtilega vildi til að okkur var boðið að kíkja á opnunar partý Lebowski á miðvikudaginn (18.04.2012).

Þegar komið var inn á staðinn, þá vorum við ekki að kaupa hvað allt þetta umstang var um, virkaði eins og venjulegur bar, en það sem beið fyrir innan var mjög flott, eins og að ganga inn í annan heim.

Auglýsing

Eins og nafnið gefur til kynna, þá er verið að vísa í kvikmyndina „The big Lebowski“ og er því þemað Amerískt. Lebowski er á tveimur hæðum og er veitingastaður innst í húsakynnunum. Er óhætt að segja að, veggfóðrið á staðnum sé afskaplega… súréalískt á köflum út í að vera erótískt. Við sáum þó ekki keilubrautina sem átti að vera til staðar, en það er enn óákveðið hvort sú braut verði virk eður ei, en það verður þó gaman að sjá og mun það án efa bæta við sjarma staðarins. Músíkin á staðnum fannst okkur vel við hæfi, eða 50´s og 60´s músík, var allt innviði staðarins og tónlist að spila virkilega vel saman!

Opnunar partýið var mjög flott og var hægt að sjá mikið af frægu fólki, mun án efa birtast nokkrar myndir í Séð og heyrt og öðrum miðlum á næstuni.

Var boðið upp á léttar veitingar, eða bjór og ¼ hamborgara, er óhætt að segja að ég hafi sjaldan smakkað jafn góða hamborgara, á án efa eftir að kíkja á næstuni og fá mér einn feitan hamborgara. Bjórar kvöldsins voru kannski ekki heimsins bestir, en var svo sannarlega viðeigandi miðað við þema staðarins, eða Budweiser og Miller, það er svo auðvitað heimsklassa bjórar á boðstólnum, eða Egils gull og aðrir bjórar frá Ölgerðini.

Við óskum aðstandendum Lebowski til hamningju með staðinn og vonum að staðurinn verði vinsæll þar sem þetta er einn af skemmtilegustu börum / veitingahúsum sem við höfum komið á og vonum við að slíkum stöðum muni fjölga ef eitthvað er. Við kvetjum alla til að kíkja, þó það væri ekki nema bara einu sinni og fá sér einn öl eða svo og smakka á hamborgurunum, held að enginn verði fyrir vonbrigðum.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt