Langar þig að skrifa um bjór?

1
323

Bjórspjall.is er nú að leita að áhugasömu fólki til að skrifa greinar inn á Bjórspjall.is. Ef þú hefur áhuga á bjór og bjórmenningu og langar til að skrifa um þetta gífurlega áhugaverða málefni, endilega láttu okkur vita.

Þau málefni sem t.d er hægt að taka að sér eru:

  • Bjórrýni – segðu þína skoðun á bjórum
  • Bjór með mat – para bjór með mat. Bjór í mat og s.frv.
  • Almennt um bjórmenninguna
  • Brugghornið
  • Hátíðir tengt bjór
  • Hafa yfirumsjó með bjórvaktini
  • Bjórmenning víða um heim

og svo mætti lengi telja, ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug til að skrifa um eða reglulegir dálkar um lífið og tilveruna og hvernig bjór eða bjórmenningin kemur inn í það, þá er það efni sem við viljum birta 🙂

Þetta er því miður ekki vinna sem er borgað fyrir (þar sem þetta er áhugamanna síða rekin af tveim fátækum mönnum með brennandi áhuga á bjór), en við munum þó reyna að launa þeim sem hafa áhuga og senda inn greinar og fá þau ykkar sem taka þátt, að taka þátt í bjórkvöldum, uppskeruhátíðum, jafnvel að smakka nýja bjóra sem eru nýkomnir á markaðinn og ýmislegt annað sem við komum til með að plana á næstuni.

Við munum svo auðvitað virða óskir allra sem senda inn greinar þ.e.a.s. ef óskað er eftir nafnleynd og eða ef greinin er ekki alveg að gera sig, þá er hægt að send á okkur póst og við tökum greinina út. Við munum svo ekki deila persónu upplýsingum með þriðja aðila 🙂

Hægt er að senda inn hér eða senda á bjorspjall@bjorspjall.com

1 athugasemd

  1. Fyrir þau ykkar sem hafið áhuga en eruð e.t.v. hrædd við að skrifa greinar því þið teljið ykkur e.t.v. ekki eins mikla bjóráhugamenn og þið viljið vera, þá þarf ekki hafa neinar áhyggjur, við erum ekki að leita eftir bruggmeisturum og atvinnumönnum innan bjórgeirans (sláum þó ekki við hendini ef það bíðst :-p), öllum er frjálst að skrifa um allt á milli himins og jarðar varðandi bjór, því er bara að senda á okkur og við förum yfir og ef greinin er vel skrifuð, þá birtum við greinina, hvort sem það er undir nafni höfunds eða dulnefni (svona fyrir þá feimnu) 🙂

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt