La Trappe Trappist Quadrupel Oak Aged batch 29

0
387

Lýsing frá brugghúsi

Árið 2009, ákvað Koningshoeven Brewery að byrja aftur á gamalli hefð, eða að þroska La Trappe Quadrupel í eikar tunnum og þar með, skapa einstaka Trappist öl með fullkomið bragð, einstakan ilm af við og alkóhól upp á 11% – Koningshoeven Brewery

Týpa Í bjórnum
Bourbon 90%
Oak High Toast 5%
Acacia 5%
11% ABV Best að bera fram við 12 – 18°C
Innihald: vatn maltað bygg, (Munic, pale, caramel, roast), glúkósa sýróp, humlar og ger.
Litbrigði 35-50 EBC
Bitureiningar: 16 EBU
Endist í: 300 mánuði (í flösku)
Til í: 37,5cl

Umfjöllun

Skýjaður, ljós brúnn, snögg perlu hvít kolla sem endist stutt. Ilmurinn er mikill, ávextir, karmela, vanilla, eik, smá tóbak, rúsínur, krydd, viskí, malt, sætur og fallegur ilmur. Við fyrsta sopa mátti greina viskí, ávextir, karemelu, brúnn sykur, vanilla, beiskjan er ekki mikil, hiti frá alkóhólinu, eik. Einstaklega fallegt samspil á milli bjórsins og burbon viskí. Gefur góða munnfylli sem skilur eftir smá beiskju í eftirbragðinu og hitinn af alkóhólinu vermir eilítið alla leið niður.

La trappe Trappist Oak Aged Quadrupal Nr. 29 er án efa einn af flottari bjórum sem eru á markaðinum, því miður er þessi í takmörkuðu upplagi, mæli því með því að grípa flösku á meðan það er enn í boði.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt