Krenkerup Juleøl

0
310

Muninn

Hausinn er hálfur putti ljós og snöggur
Body er hnetubrúnt og jafnvel út í rautt
Nefið er banani, og smávegis malt
Smakkast af banana, malt og kryddjurtum
Eftirbragð samanstendur af banana blönguðu kryddmalti sem hangir lengi
Áfengisbragðið finnst ekki í honum þrátt fyrir að vera ABV 6,3%
Blúndan er frekar lítil
Nálardofinn er mildur
Einhver sú mesta munnfylli sem ég hef prófað
Góð venja.
Aftur strendur þetta brugghús sig í stykkinu og skilar af sér
sérstaklega skemmtilegum jólaöl, áður vorum við búnir að dæma stoutinn
frá þeim og hrifumst af honum
Þessi er í líkingu við belgískan ale og er það gott, bjóst alls ekki
við því, hrífst af honum og fær hann 80 af 100 hjá mér.

Huginn

Hausinn er ca. hálfur fingur og mjög snöggur. Blúnda er lítil.
Nefið er banani.
Uppbygging er rauð-hnetubrún. Fylling er í meðallagi og náladofi er fínn.
Bragð er beiskur banani sem jafnast, og dregst út í milt banana
eftirbragð. Inn á milli finnast krydd og dauft anís/maltbragð.
Venja er undir meðallagi.
Þessi er mjög bragðmikill og minnir mig svolítið á sterkann og dökkann
hveitibjór.. ef að svoleiðis er til. Mér finnst beiskjan minna
svolítið á áfengisbragð, gæti ruglað marga. Annars er þessi nokkuð
einfaldur, sem dregur hann þó nokkuð niður fyrir mér.
Ég gef þessum 30 af 100.

Fyrri greinFalle Høstbryg
Næsta greinBjór og pizza 101
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt