KEX Brewing – Thunder Ale – Session IPA

0
591

„So, what does the word “session” in session IPA even mean? Historically it’s a beer that is low enough in alcohol that english munition workers in WWI could drink it on the job without getting too hammered. Thus was born the session IPA, a crisp, fruity, hop flavoured beer made for longer drinking sessions.“ – KEX Brewing

Svo byrjar lýsingin á þessum annars mjög skemmtilegum Session IPA / New England IPA. Ef eitthvað má marka umbúðirnar, þá mun bjórinn sprengja hausinn af herðum mér, svo mikilfenglegur er bjórinn auglýstur. Ég varð svo ekki fyrir vonbrigðum þegar ég smakkaði herlegheitin, Hvít falleg kolla, skýjaður, falleg slæða. Ilmurinn gaf til kynna, ljósa/suðræna ávexti, ananas, sítrus, pínu hey, minnir pínu á gosið Mix (sem er alls ekki slæmt í mínum bókum). Bragðið kom skemmtilega á óvart, Korn/malt, þægileg beiskja, sítrus/sítróna, blómleg beiskja í eftirbragðinu.  Hvort þessi sprengi einhver vit, leyfi ég öðrum um að dæma en, það er ósköp yndælt að sötra þennan á góðri kvöld stundu ef manni langar í léttann og góðan Session IPA.

Bjórinn er 4,6% og fæst í 330 ml dósum og er vonandi á leiðina í Vínbúðirnar á næstuni, annars ættum við að geta nálgast Thunder Ale Session IPA á næsta craft bar.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt