Kex Brewing á 8×8 Brugghátíðini í Kína

0
319

Kex Brewing er nú á 8×8 brugghátíðini, eða 8×8 Brweing Project í Kína sem er ein af flottustu bjórhátíðum Asíu. Það er enginn smá heiður að vera valinn til að taka þátt í þessari hátíð, enda eru aðeins 8 af heitustu brugghúsum Skandinavíu boðið að taka þátt og eru þau pöruð við 8 af bestu brugghúsum Kína. Brugguðu þeir bjór með einu brugghúsinu og verður Kex Brewing svo með 8 bjóra sína á dælu sem bjórglaðir Kínverjar geta gætt sér á, á meðan hátíðini stendur.

Þessi hátíð er enn eitt stoppið á æsilegri ferð þeirra víðsvegar um heiminn, allt frá Portland, OR til Kína, en þeir eru nú einmitt í Barcelona á Spánni að taka þátt í MASH festival.

Auglýsing

En hvað er 8×8 Brewing Project? Verkefnið snýstum eins og áður sagði, að para 8 brugghús frá ýmsum löndum við 8 kínversk brugghús. Í fyrra voru valin 8 brugghús frá norðvestur kyrrahafi, eða einnig þekkt sem, vesturströnd norður ameríku, sem er fæðingastaður margra af betri bjórum heims. Á þessu ári, þá var ákveðið að leita alla leið til Svíþjóðar, Danmörk, Ísland, Noreg og Eislands. Höfðu brugghúsin tækifæri til að koma saman í sumar og brugga saman bjór með því kínverska brugghúsi sem þau voru pöruð með og voru þeir bjórar svo bornir fram í gær og í dag (26 – 27 Október), ásamt eins og áður sagði, 8 af þeirra eigin bjórum.

Það er hreint út ótrúlegt hvað íslenska bjórmenningin er komin langt og gífurlega spennandi að sjá hvert stefnan verður tekin næst. Við óskum þeim hjá Kex Brewing alls hins besta og vonum að Kínverjar njóti bjórana í botn!

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt