Kaldi Jólabjór

0
468

Muninn

Hausinn er um 2 puttar
Body er hnetubrúnt
Nefið er humlar og malt
Smakkast af karamellu og malti
Eftirbragð er nokkuð létt , þó aðallega sætt malt
Nálardofi er mildur og munnfylli lítið.
Lítil blúnda
ABV er 5,4%
Venjan er mjöggóð og langar manni í annan, en þessi bjór ber þó miklu meira ABV en hann er bryggaður í nú. Góður bjór með miklum „potential“
Þessi ale fær 75 af 100 hjá mér

Auglýsing

Huginn

Hausinn eru rúmir tveir fingur, rjómakenndur og rólegur, hengja er mjög góð. Blúndan er þétt og snögg.
Nefið eru humlar, dökkir ávextir og malt.
Uppbygging er appelsínu-rauð. Fylling er OK og náladofi er lítill.
Bragð er brennt malt með örlitlum biturleika. Eftirbragð er lítið og einkennist af fyrrnefndum brögðum, þá einna helst malts. Ölinn er nokkuð vatnskenndur og bragðstuttur, samt nær hann að blanda biturleikanum vel við þessar þrjár tegundir malts og er í raun ljúffengur jólabjór. Mikil vöntun er á miðju og eftirbragði, sem dregur hann niður fyrir mitt leyti.
Venja er góð.
Ég gef þessum 65 af 100

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt