Juno – Nei, ekki kvikmyndin, heldur nýjasta kælitæknin!

0
78

Juno er andstæðan við örbylgjuofninn. Nú er loksins komið tæki sem getur kælt alla þá drykki sem þig vantar að láta kæla og það á örskots stundu.

Ég er að vonum pínu spenntur yfir þessu nýja tæki þar sem ég sé fyir mér að geta sparað allt ískapaplássið, hreinlega geymt kassana af bjór þar sem konan sér ekki til og kælt eina flösku þegar mér hentar.

En hvað er þetta undra tæki?

Eins og sjá má í þessari kynningu, þá er Juno ekki þetta týpiska kælitæki með kælipressu eða aðra hefbundna kælitækni eins og við þekkjum það.

Þeir sem hönnuðu Juno lofa að allt í kæliferlinu sé umhverfisvænt og passi svona ljómandi vel við húsgögnin, svona þar sem hægt er að breyta um lit. Því það gerir allan gæfu muninn sjáið til. Svo passar það undir vaskinn líka.

Tækið getur svo kælt flest allt sem fer í tækið á um mínútu og þá erum við að tala um allt frá bjór flöskum upp í heitt kaffi.

Eins og er, þá er enn verið að full vinna tækið, en það er búið að safna fyrir framleiðslukostnaðinum á Indigogo, það er svo aðeins hægt að kaupa tækið enn sem komið er á áðurnefndri síðu.

Á Indigogo, þá er hægt að heita á þá $199 og þá færðu eitt tæki sent til þín í ágúst á þessu ári, svona ef við erum óhóflega bjartsýn.

Tækið fer svo í almenna sölu eftir það á $399, það er því um að gera og vera fyrstur til, fá 50% afslátt og fá svo tækið í enda árs þegar Íslandspóstur loksins tekst að koma tækinu til þín og hirðir svo væntanlega af þér 50% afsláttinn í ýmis gjöld, en þú færð þá alla vega að kæla bjórinn þinn vonandi í áramóta gleðini og stæra þig af því hvernig liturinn sem þú valdir þér passar svona ljómandi vel við gardínurnar á meðan makinn þinn felur tækið undir vaskinum.

Þú einfaldlega verður að fá þér þetta – Juno, cause it´s cool! (sorry, varð, allt of gott til að sleppa).

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt