Jólabjórinn 2010 frá Víking Ölgerð

0
1455

VÍKING JÓLABJÓR 20 ÁRA
Víking jólabjórinn er nú bruggaður í 20 skiptið og er orðinn órjúfanlegur partur af jólahaldi Íslendinga, enda verið vinsælasti jólabjór á Íslandi undanfarin ár.

Bruggun Víking jólabjórs tekur lengri tíma en þegar um venjulegan lagerbjór er að ræða. Þykir við hæfi að nostra sérstaklega við þennan hátíðabjór sem aðeins er seldur í stuttan tíma. Karamellumalt er notað í jólabjórinn, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er það einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu.Hann hentar vel með mat og því tilvalinn í veisluna og á hlaðborðið. Bruggmeistari jólabjórsins er sem fyrr Baldur Kárason.

Auglýsing

Víking jólabjórinn var kynntur fyrsta föstudaginn í nóvember á veitingamarkaði en sala hefst í vínbúðum þriðja fimmtudag í nóvember.

Bjórinn kemur í 33cl flöskum , 33cl og 50cl dósum og kútum fyrir veitingastaði.

JólaBock er nýjasta afurðin í Íslensku úrvals fjölskylduna þar sem menn fara ótroðnar slóðir.  JólaBock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock bjóra „Traditional Bock“.  Í réttu ljósi kemur skemmtilega dökkrauðbrúnn liturinn fram.  Grunnmaltið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mýkt og smá sætleika.
Bjórinn er sterkur en maltbragðið felur styrkleikann sem er þó í bakgrunni og gefur smá vermandi tilfinningu. JólaBock er undirgerjaður og í hann eru notaðir bæverskir humlar í nokkru magni til að gefa bjórnum jafnvægi.

Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld.  Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614.  Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra.
Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.
Íslenskur Úrvals JólaBock er 6,2% bjór sem kemur eingöngu í 33cl glerflöskum.

Greinin er frá Víking Ölgerð, Hreiðar Þór Jónsson, Markaðsstjóri áfengis.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt