Jólabjórarnir 2012

0
242

Við höfum tekið eftir mikilli umferð inn á Bjórspjall að undanförnu í leit að, hvaða jólabjór sé bestur í ár? Þetta er auðvitað mjög einstaklingsbundið en það eru þó nokkrir sem eru nú búnir að gefa álit sitt og geta því gestir Bjórspjalls farið inn þær síður sem við setjum hér að neðan og lesið sér aðeins til um hvað fólki finnst um jólabjórana í ár.

Bjórbók.net er einn af þeim sem er búinn að vera lengi að og hefur því án efa nokkuð góða hugmynd um hvaða bjór sé bestur í ár –  h̶t̶t̶p̶:̶/̶/̶b̶j̶o̶r̶b̶o̶k̶.̶n̶e̶t̶/̶J̶o̶l̶a̶b̶j̶o̶r̶i̶n̶n̶2̶0̶1̶2̶.̶h̶t̶m̶  (Bjórbók er því miður ekki til lengur)
Vínótek er sannfærður um að jólabjór Ölvisholts sé bestur – http://www.vinotek.is/2012/11/16/jolabjorinn-hver-ber-af/
DV er svo með Steðja á hreinu

Auglýsing

Okkur fannst persónulega Giljagaur koma best út, Ölvisholt Jólabjór var í öðru sæti og Steðji kom sterkur inn í því þriðja. Giljagaur er hins vegar afskaplega bragðmikill bjór og kæmi sennilega best út á góðri, kaldri kvöldstund í uppáhalds sófanum. Ölvisholt Jólabjórinn og Steðji væru betri matarbjórar, að okkur finnst.

En eins og áður sagði, þá er þetta afskaplega persónubundið og kvetjum við því alla að kaupa alla jólabjórana í ár og meta hver fyrir sig hvaða jólabjór verður með í jólamatnum í ár. Við myndum svo mjög gjarnan vilja heyra hvað ykkur finnst um jólabjórana í ár? Eins ef þið hafið og eða vitið um greinar þar sem verið er að rýna í jólabjórana í ár, endilega að tjá okkur um það, viljum auðvitað að fólk fái sem mesta umfjöllun um jólabjórana.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt