Jólabjór dagatal 2012

0
679

Eins og í fyrra þá var ákveðið að við myndum gleðja þá sem eldri eru og koma með útgáfu af jóladagatalinu fyrir bjór áhugafólk. Er þá markmiðið að fræðast um einn bjór á degi hverjum fram til jóla og jafnvel smakka, en auðvitað skal gæta hófs og mælum við ekki með að detta í dag drykkju.

Þetta er auðvitað allt til gamans gert, en þetta er þó tilvalið til að fara eftir, gefa í skóinn og koma manni sínum eða konu sinni á óvart með nýjum bjór á degi hverjum fram til jóla 🙂

Auglýsing

Bjórarnir voru svo valdir af handahófi og var reynt að hafa til hliðsjónar íslensku og erlendu jólabjórana fyrir hvern dag, en þar sem þeir eru ekki eins margir og dagar til jóla, þá bætum við það upp með einhverjum góðum bjór.

Það skal þó getið að, nokkrir jólabjórar t.d. Giljagaur, eru uppseldir, við vitum þó að það voru nokkuð margir sem keyptu sér þá bjóra sem eru nú uppseldir, e.t.v. eru þá aðrir sem voru ekki svo heppnir að geta nælt sér í, eigi sér góðan vin sem er til í að gefa einn bjór í skóinn eða svo 😉

Hvernig virkar þetta svo? Hægt er að opna dagsettu stikkurnar hér að neðan og eru þar myndir og stutt lýsing á bjórunum. Hægt er svo að velja myndina eða hlekk og ferðu þá inn á Vínbúðina eða viðkomandi kynningar síðu hjá okkur og er þá hægt að lesa sér nánar til um bjórinn. Við birtum svo einn bjór í einu fyrir hvern dag fyrir sig. Við mælum svo með því, fyrir þá sem vilja smakka jafn óðum og bjórinn birtist í dagatalinu að, kaupa alla jólabjórana sem eru til sölu í Vínbúðum landsins, hægt að sjá listan hér. Því miður þá búa Íslendingar við einokun á áfengissölu og þar af leiðir, þá geta Vínbúðirnar leyft sér að mismuna landsmönnum um hvað er selt í Vínbúðum út á landi en það er þó bót í máli að það er hægt að panta jólabjórana í Vínbúðunum.

En við hvetjum alla til að drekka í hófi og að deila bjórunum með einhverjum, smakka og hafa gaman af 🙂 Við minnum svo á fyrir þá sem hafa gaman af því að skrifa umfjallanir, að við erum með flott umfjöllunar form hér.

1 Desember
Fyrsti Jólabjórinn í ár er Jólabjórinn frá steðja. Þessi er nýr í Jólabjór fjölskyldunni. Mikill karakter og kemur sterkur til leiks, enda að gera gott í mörgum bragð prófunum, vann t.d titilinn „besti jólabjór 2012“ hjá DV, fyrir utan það, þá er hann að gera mjög gott yfir heildina. Bruggmeistarinn á bak við þennan bjór er Philipp Ewers, sumir kannast kannski við hann, en hann bruggaði einmitt fyrir Mjöð, Stykkishólmi. Hann hefur margra ára reynslu á bak við sig og eigum við eflaust eftir að sjá fleiri afbragðs bjóra frá honum.

2 Desember
Anchor Christmas Ale er næstur til leiks. Kemur hann alla leið frá San Fransisco, Bandaríkjunum. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er hægt að lesa sér pínu til um skrautlega sögu þessa brugghúss í Jólabjór dagatalinu 2011 undir 22 desember. Þessi er eins og allir jólabjórarnir frá Anchor, breytt uppskrift frá því í fyrra og fyrir þá hörðustu sem voru svo sniðugir að kaupa tvo í fyrra og eða skrifuðu umfjöllun, geta nú borið saman bjórinn í ár og í fyrra og séð hvort um framför sé að ræða?

3 Desember
Jólabjórinn frá Ölvisholti er alls engin auðkvisi, enda bragðmikill og góður bjór hér á ferð. Maltið sem notað er í þenann bjór er Munich malt, humlaður með Hallertau hersbrucker, first gold, kryddaður með kanil, negul, engifer og appelsínuberki, allt þetta kemur saman í einum af skemmtilegri jólabjórum þessa árs.

4 Desember
Föroya Jólabryggj, Færeyski bjórinn er enginn hálfdrættingur og kemur sífellt á óvart. Samkvæmt Vínbúðunum þá er hann „Fölbrúnn. Létt fylling, ósætur, fersk sýra, lítil beiskja. Létt malt, baunir, hunang“, dæmi nú hver fyrir sig. Fyrir þá sem hafa gaman að því að lesa umfjallanir um bjóra þá er hægt að lesa nánar um bjórinn hér.

5 Desember
Einstök Doppel Bock er „jólabjórinn“ frá Einstök brewery, bruggaður af Víking. Einstök hefur verið að gera það gott í útlöndum að undanförnu, hafa bjórarnir t.d. verið seldir til Bretlands og Bandaríkjana með góðum árangri. Svo við vitnum í Einstök brewery „This limited-edition winter brew will make its debut in October, but this winter celebration ale is worth the wait. Malted barley and chocolate tones define the traditional style, while the robust aroma and long, mellow finish will make this the perfect companion for your holiday adventures.“ Einstök Doppel Bock er reyndar, eins og sést í tilvitnuninni „…winter brew…“, kom því í Október í fyrra og væntanlega einnig í ár og er því kannski lengur á markaðinum heldur en jólabjórar almennt. En hvernig svo sem því öllu líður, þá er Einstök Doppel Bock í sterkari kantinum, eða 6,7% og ætti því að ylja okkur vel um hjarta rætur yfir vetra mánuðina.

 

 

 

6 Desember
Shepherd Neame Christmas Ale kemur frá brugghúsinu Shepherd Neame, sem þeir vilja meina að sé, Bretlands elsta brugghús og megi rekja til ársins 1698 og jafnvel 150 árum lengur en það. Þeir segja í lýsingu sinni um bjórinn „There’s a spicy signature to this incredibly complex cockle-warming winter ale. The nose is reminiscent of raisins, dates and molasses while the palate is vinous with tannin-like notes of leather, vanilla, apricots and a hint of rustic Armagnac on the finish. An awesome after-dinner drop.“, dæmi nú hver fyrir sig. Við ákváðum að láta eitt stykki myndband fylgja með að þessu sinni sem segir kannski meira en orð fá lýst.

7 Desember
Harboe Jule Bryg; Harboe er gamalgróið fyrirtæki með yfir 125 ára reynslu í þessum geira. Þrátt fyrir alla þá reynslu sem þeir hafa, þá er afskaplega lítið um upplýsingar um þennan bjór annað en „Harboe Julebryg is an amazing brew with a fine taste…“, við vonum þá þessi fari vel í bjóráhugamenn íslands.

 

 

 

 

8 Desember
Gæðingur Jólabjór er einn af gæðingunum úr skagafirði og er ekki að spyrja að því að þeir kunna að „rækta“ (brugga) góðan bjór. Vínbúðin lýsir bjórnum sem svo; „Rafbrúnn. Ósætur, mjúk meðalfylling, beiskur. Dökkristað malt, lakkrís, hnetur, humlar.“ og þeir hjá Gæðingi; „Gæðingur Jólabjór 5.0% Jólabjórinn okkar er dökkur og bragðmikill. Hentar vel á köldum vetrardögum með jólamatnum.“.

 

 

 

 

9 Desember
Albani Julebryg – Blålys var fyrst settur á markað 1960, hann er þó ekki fyrsti Danski jólabjórinn, en átti þó
stórann þátt í að koma jólabjórum á borð Dana.

Albani brugghúsið í Óðinsvéum, Fjón, bruggar bjórinn og er bjórinn oft merki þess að jólin séu að koma fyrir Dani.

Albani er milli dökkur, lager bjór, Rafgullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Ljós ávöxtur,
léttristað korn, karamella, blóm.

Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja?

10 Desember
Egils Jólagull
Ljósrafgullinn. Ósætur, meðalfylltur, miðlungsbeiskja. Malt, humlar.

11 Desember
Royal X-Mas Hvítur: Sá hvíti hefur fengist frá árinu 1969 og var sérstakur á þeim tíma fyrir lága alkóhól-prósentu þar sem markaðurinn í Danmörku einkenndist af sterkari jólabjórum. Bjórinn kemur frá einni stærstu samsteypu Norðurlandanna, Royal Unibrew A/S. Royal Unibrew varð til við samruna Faxe Bryggeri A/S, Jyske Bryggerier (Thor og Ceres) og Albani Bryggerierne (Albani og Maribo).

Bjórinn, sem var upprunalega bruggaður sem Ceres X-Mas hefur fengist á Íslandi í þó nokkur ár ásamt bróður sínum. Hann fellur vel í þjóðina, lítill, mjúkur og sætur. Veit að Íslendingar mega helst ekki heyra orðið súr, en það er sýra í bjórnum.

Þetta er ekki bjór sem ég myndi grípa með mat satt að segja. Held að svona bjór njóti sín best rétt fyrir mat á aðfangadag þegar allt er að verða vitlaust. Það er þá ekki nema með mildum svínaréttum, kannski með smá asísku yfirbragði, mjög mildri bbq-sósu. Passa bara að það sé ekki of sterkkryddað út af alkóhól-prósentunni. – Matur og Bjór

Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja?

12 Desember
“Kaldi er bruggaður eftir Tékkneskri hefð síðan 1842. Markmiðið með bjórnum var að búa til vandaðan bjór með miklu bragði þar sem að markhópurinn yrði þar af leiðandi aðeins þroskaðara fólk. Það er ýmislegt sem að gerir Kalda sérstakan og frábrugðin hefbundnum bjór. Það er einungis notað allra besta hráefni sem völ er á. Einnig var valið að hafa hann eins hollan og ferskan og mögulegt er. Þess vegna er Kaldi ógerilsneyddur, án viðbætts sykurs og með engum rotvarnarefnum. Það eina sem notað er í bjórinn er 4 tegundir af byggi sem þykir það besta sem völ er á, 3 tegundir af humlum, ger og vatn. Allt þetta hráefni er sérpantað frá Tékklandi, fyrir utan að sjálfsögðu íslenska vatnið sem að við fáum úr lind við Sólafjall við utanverðan eyjafjörð. Það er einmitt vatnið sem á stóran þátt í að gera bjórinn svona góðan.” – Bruggsmiðjan Kaldi

Kaldi Jólabjór er „Rafgullinn. Meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlungs beiskja. Ristað malt, karamella, létt krydd“ – Vínbúðin.

13 Desember

Giljagaur nr. 14

Giljagaur er uppseldur að okkur skilst, en e.t.v. er einhver góður vinur sem mun gefa þér eina flösku af Giljagaur í skóinn?

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
– hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
ið fjósamanninn tal.

– Jóhannes úr Kötlum

„Giljagaur er af ætt sterkustu bjóra heims, sem kallast Barleywine; þurrhumlaður, rauðleitur og spennandi. Hann er jólagjöf sem heldur áfram að gefa ár eftir ár, því hann verður betri með hverjum jólum. Giljagaur hefur margt skemmtilegt í pokahorninu, t.d. þrenns konar ger og blöndu af breskum og bandarískum humlum. Ríkulegt bragðið felur m.a. í sér kóngabrjóstsykur og marmelaði – sannkallað jólahlaðborð í flösku!“ – Borg Brugghús

Giljagaur á Bjórspjall.is.

14 Desember
Mikkeller Hoppy Lovin’ Christmas; þessi er IPA. Kemur frá Mikkeller (eins og nafnið gefur til kynna). Við kynntum Mikkeller í Jólabjór dagatalinu 2011, undir 19 desember. Hann er hreint út afbragðs bruggari og held ég að það geti allir fundið einhvern bjór við hæfi frá honum. Mikkeller Hoppy Lovin’ Christmas er nokkuð bragð mikill bjór en kemur jóla stemmninguni vel til skila. Okkur datt í hug að bæta við myndbandi af smökkun bjórsins.

 

15 Desember
„Víking Jóla Bock er nýjasta afurðin í Íslensku úrvals fjölskylduna þar sem menn fara ótroðnar slóðir. JólaBock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock bjóra “Traditional Bock”. Í réttu ljósi kemur skemmtilega dökkrauðbrúnn liturinn fram. Grunnmaltið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mýkt og smá sætleika.
Bjórinn er sterkur en maltbragðið felur styrkleikann sem er þó í bakgrunni og gefur smá vermandi tilfinningu. JólaBock er undirgerjaður og í hann eru notaðir bæverskir humlar í nokkru magni til að gefa bjórnum jafnvægi.“ – Víking Brugghús (Vífilfell)

Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra.
Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.

16 Desember
Tuborg Christmas Brew er einn af fjórði mest seldasti bjór Carlsberg group, aðeins Green Tuborg, Carlsberg Pilsner og Tuborg Classic seljast í meira magni. Tuborg Christmas Brew kemur út í Danmörku, fyrsta föstudag í nóvember og er sá dagur kallaður „J-dagurinn“.

Tuborg Christmas Brew er botn gerjaður, vínar bjór, bruggaður með münchener og caramel malti með enskum lakkrís. Bjórinn er millidökkur, með ilm af karmelu, korni, lakkrís og blackcurrant.

 

 

 

17 Desember
„Bruggun Víking jólabjórs tekur lengri tíma en þegar um venjulegan lagerbjór er að ræða. Þykir við hæfi að nostra sérstaklega við þennan hátíðabjór sem aðeins er seldur í stuttan tíma. Karamellumalt er notað í jólabjórinn, sem gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er það einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu. Hann hentar vel með mat og því tilvalinn í veisluna og á hlaðborðið. Bruggmeistari jólabjórsins er sem fyrr Baldur Kárason.“ – Víking Brugghús (Vífilfell)

Víking gerði þessi flottu myndbönd um ferlið sem þarf til að skapa þennan fína Jólabjór frá Víking.

Víking Jólabjór á Bjórspjall.is.

18 Desember
Royal X-Mas blár; Rafbrúnn, létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Ristað korn, karamella, ljós ávöxtur.

Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja?

 

19 Desember
Stella „Stella Artois er einn mest útflutti bjór Belga. Stella Artois er í eigu bruggrisans Anheuser-Busch InBev. Eins og hefur verið skrifað um í helstu miðlum Íslands er Stella upprunalega jólabjór, Stjarna Artois. Þetta er árið 1926 og salan fer framúr vonum bjartsýnustu manna og það sérstaklega í Kanada. Árið 1930 byrjaði svo útflutningur á Evrópumarkað með stoppi á meðan Seinni Heimsstyrjöldin geysaði.

Athygli vekur að þrátt fyrir ákveðinn „premium lager“ gæðastimpil í Evrópu og víðar, mest seldi belgíski bjórinn utan Belgíu, er Stella seldur sem hver annars lagerbjór í Belgíu. Í Belgíu er hann þó 5,2% þar, en mér finnst það einmitt persónulega betri útgáfan.

Stella notast við tékkneska Saaz humla og þýska Tettnanger- og Steirhumla, slær inn í hátt í 30 IBU, ljóst malt og aukasykrur og er svo látinn þroskast í um það bil tvo mánuði. Út fáum við bjór með þægilega maltbeinagrind – ögn sæta, kryddaðan tón, hreinsandi kolsýru og einstaklega hressandi, þurrt eftirbragð. Allt þetta gerir bjórinn heppilegan með góðu salati, sérstaklega kjúklingasalati með ungum havarti eða gouda ost, kjúklinga eða kryddpylsupasta, jafnvel með mildum piparost og rjóma, austrænni matargerð eins og „thai fusion“ og indversku karrí. Grilla kjúklingabringu á heitu sumarkvöldi?

Stella er þó ekki eingöngu þekkt fyrir bjórinn. Aðalstyrktaraðili Cannes og virkur styrktaraðili Sundance hátíðarinnar, Channel 4 og styrkja þeir Stella Artois Leuven Bears, körfuboltaliðið í heimabænum. Stella Artois í Bretlandi lofar að með hverjum keyptum sérkassa, („hedge fund Stella artois“), er gróðursett einn runna sem verður á stærð við þrjá slíka. http://www.stellaartois.com/hedgefund/hedge-fund.html – Matur og bjór

Nánar um Stella Artois í Vínbúðini.

20 Desember
Næstu tvo dagana verður brugðið út af jólabjórunum þar sem þeir eru ekki nógu margir til að fylla upp í dagatalið, en þess í stað ætlum við að fjalla um eitt af skemmtilegri brugghúsum (og bjóra) sem til eru, eða Anchor brewery.

Saga Anchor brewery er æði skrautleg og má rekja allt til ársins 1849, á tímum gullæðisins í Kaliforníu. Þýski bruggarinn Gottlieb Brekle flutti með fjölskyldu sína til San Francisco. Gottlieb Brekle keypti 1871, gamla bjór og billiard krá og breytti í brugghús, sem síðar varð að Anchor brewery. 1896, Anchor verður til þegar þýskur bruggari, Ernst F. Baruth og sonur tengdasonur, Otto Schinkel, Jr., kaupa brugghús Gottlieb og endurnefna það Anchor. Enginn veit hvers vegna brugghúsið fékk þetta nafn en getgátur eru um hvort það gæti verið vegna hafnarinnar í San Francisco? Anchor brewery hefur svo ekki átt sjö dagana sæla. Gengið í gegnum jarðskjálfta (1907), eldsvoða og eftir að reist hafði verið nýtt brugghús, þá varð Otto Schinkel Jr. fyrir bíl nokkru eftir að brugghúsið hafði ný opnað. En það tókst þó með herkjum að halda brugghúsinu gangandi… þangað til 1920, þegar áfengisbannið gekk í gildi í Bandaríkjunum, þá lokaði Anchor en það eru sögusagnir um að Anchor hafi verið að brugga eilítið á meðan bannárunum stóð, en það eru þó ekki til neinar ritaðar heimildir fyrir því. Þegar áfengisbanninu lauk í apríl 1933, opnaði Anchor aftur fyrir bjór framleiðslu sína en brann svo til grunna innan við árs eftir að hafa opnað. Þeir gáfust þó ekki upp og opnuðu þeir aftur í gömlu múrsteinshúsi, skammt frá þeim stað sem þeir eru nú. Eftir að Bandaríkjamenn uppgötvuðu þægindi þess að neyta fjöldaframleids bjórs 1959, þá fór að halla heldur undan fæti hjá Anchor og var því Anchor lokað, sem betur fer, í aðeins stuttan tíma. Maður að nafni Lawrence Steese, keypti og opnaði aftur Anchor 1960 og í það skiptið á nýjum stað sem er þó ekki langt frá því sem Anchor er í dag og fékk með sér í lið mann að nafni Joe Allen til að halda áfram hefðum Anchor. Það leið samt ekki á löngu þar til Lawrence Steese uppgötvaði hvað það var mikið mál að reka Anchor og mátti litlu muna að hann hefði lokað Anchor aftur 1965. Það var svo ekki fyrr en maður að nafni Fritz Maytag sem keypti 51% hlut í Anchor fyrir nokkur þúsund dollara þar sem hann gat ekki séð eftir uppáhalds bjórnum sínum og bjargaði þar með Anchor frá gjaldþroti. Fritz byrjaði svo að setja bjórana á flöskur og um 1975, þá var Anchor kominn með 4 aðra bjóra á flöskum, eða Anchor Porter, Liberty Ale, Old foghorne og Barleywine Ale (fyrir utan auðvitað Anchor Steam sem var fyrsti bjórinn þeirra). Anchor stækkaði svo ört þaðan í frá og 1977, þá var loks kominn tími á að flytja sig í stærra húsnæði og varð gömul kaffi brennsla fyrir valinu, það húsnæði er svo aðalstöðvar Anchors í dag. Anchor hefur síðan þá bruggað marga skemmtilega bjóra eins og Sumerian bjórinn og Ninkasi sem eru bruggaðir eftir um 4000 ára gamalli uppskrift. Brugghúsið varð svo fyrir smá hnjaski í Loma Prieta skjálftanum og varð þá til „jarðskjálfta bjórinn“. Anchor brugghúsið er enn að brugga í kopar kötlum og er stefnan enn að halda því áfram, ekki nema Inbev komist yfir þetta, mjög svo sérstæða brugghús og skemmi fyrir því?

Anchor Steam Beer er eins og áður sagði, fyrsti bjórinn sem Anchor brewery bjó til. Anchor Steam Beer er einn af sérstæðari bjórum sem framleiddir eru. Bjórinn er framleiddur í opnum, grunnum kerum með lager geri við hitastig sem hæfir best öl geri. Bjórinn er svo látinn kolsýrast við ferli sem heitir kräusening. Nafnið, steam beer, er komið frá 19 öld, þegar bjórar voru bruggaðir á vestur strönd Bandaríkjana við frumstæðar aðstæður, með engum ís (til að kæla bjórinn niður svo lager gerið geti gerjað eins og ætlast er til), var þá bjórinn oft bruggaður upp á þökum þar sem loftið var svalara og á nóttuni þá myndaðist oft þoka í svölu næturloftinu og sá það um að kæla bjórinn niður sem myndaði oft gufu (steam). Þessir bjórar (steam beers) eru því lagerar sem gerjaðir eru við hærra hitastig.

Dökkrafgullinn. Þétt fylling, mjúkur, meðalbeiskja. Heitt malt, sykurbráð, smjörkaramella. – Vínbúðin

Nánar um Anchor Steam Beer í Vínbúðini.

 

 

 

 

 

 

 

 

21 Desember
Anchor Porter, bruggaður síðan 1972 og er því nú 40 ára á þessu ári. Anchor Porter gæti án efa sómað sig vel í jólahaldi landsmanna. Anchor porter er bruggaður úr ristuðu pale, caramel, súkkulaði og svörtu malti, sem gefur bjórnum einstakan karakter.

„Dökkbrúnn. Þung fylling, þurr, fersk sýra, lítil beiskja. Karamella, lakkrís, ávöxtur. Vínkenndur, löng beisk ending“ – Vínbúðin

Nánar um Anchor porter í Vínbúðini.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

22 Desember
„Mikkeller Fra Til“ er einn af bjórunum frá farandbruggaranum Mikkeller. Hefur fengið mjög góða dóma t.d. 92 af hundrað hjá Beer advocate. Bjórinn er búinn til úr pale, cara-crystal, pale chocolate og chocolate, ómöltuðum höfrum, dark cassonade. Humlar; Centennial og Cascade. Krydd; stjörnu anís, kanil, clove og kóríander.
Miðinn utan á flöskunni gerir þennan bjór að skemmtilegri gjöf þar sem hægt er að skrifa til hvers bjórinn á að vera og frá hverjum (eins og nafn bjórsins gefur til kynna).

Nánar um Mikkeller Fra Til í Vínbúðini.

23 Desember
Mikkeller Santa’s Little Helper; bruggaður úr Malt; pale, special-B og súkkulaði. „flækket hvede“? dökkt kandí síróp. Humlar; North brewer, hallertau og styrian goldings. Krydd; appelsínubörkur og kóríander. „Dökkbrúnn. Þétt fylling, sætuvottur, beiskur, mjög höfugur. Ger- og vínkenndur, lakkrís, kaffi, reykur, krydd“ – Vínbúðin.

Nánar um Mikkeller Santa’s Little Helper í Vínbúðini.

24 Desember
Seinasti bjórinn í dagatalinu (og vonandi höfum við ekki gleymt neinum), er bjórinn Mikkeller Red White Christmas. Þessi er nokkuð dýr, fer flaskan af þessum á 4838 kr.- í Vínbúðum landsins (Höfuðborgarsvæðinu og jú, Akureyri reyndar). Bruggaður úr – Malt; pale, special-B og súkkulaði. „flagað“ hveiti (flaked wheat)? dökkt kandí síróp. Humlar; North brewer, hallertau og styrian goldings. Krydd; appelsínubörkur og kóríander. Mikkeller Red White Christmas kemur í stórum flöskum, ekki eitthvað sem við sjáum vanalega. Þessi er stór karakter og án efa mjög flottur á köldu kvöldi við arininn (fyrir þá sem eiga).

Nánar um Mikkeller Red White Christmas í Vínbúðini.

Hér eru svo frændur okkar danirnir góðu með en eina bjór umfjöllunina og smá umfjöllun um jóla siði dana.

Við óskum öllum Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs! :O)

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt