Jólabjór dagatal 2011

1
498

Matur og Bjór Kom með einstaklega góða hugmynd fyrir þessi jól og höfum við hér fyrir neðan sett saman smá jóla dagatal handa bjór áhugfólki og er þetta auðvitað allt til gamans gert, en þetta er þó tilvalið til að fara eftir, gefa í skóinn og koma manni sínum eða konu sinni á óvart með nýjum bjór á degi hverjum fram til jóla 🙂

Bjórarnir voru svo valdir af handahófi og var reynt að hafa til hliðsjónar íslensku og erlendu jólabjórana fyrir hvern dag, en þar sem þeir eru ekki eins margir og dagar til jóla, þá bætum við það upp með einhverjum góðum bjór, við höfum svo einn annan bjór aukalega og er því hægt að velja annan hvorn eða báða. Við gátum auðvitað ekki gert öllum bjórunum góð skil, en við munum þá reyna að bæta það á næsta ári.

Auglýsing

Hvernig virkar þetta svo? Hægt er að opna dagsettu stikkurnar hér að neðan og eru þar myndir og stutt lýsing á bjórunum. Hægt er svo að velja myndina og ferðu þá inn á Vínbúðina eða viðkomandi kynningar síðu hjá okkur og er þá hægt að lesa sér nánar til um bjórinn. Svo er að koma við í næstu Vínbúð og versla sér bjór fyrir kvöldið. Við birtum svo einn bjór í einu fyrir hvern dag fyrir sig.

En við hvetjum alla til að drekka í hófi og að deila bjórunum með einhverjum, smakka og hafa gaman af 🙂

1 Desember
Ljósgullinn. Tæp meðalfylling, þurr, ferskur, meðalbeiskja með kryddaðan korn og maltkeim. El Grillo tók þátt í uppskeruhátíð Bjórspjalls 2011 og fékk mjög góða dóma hjá þeim sem prófuðu eða 8,25 af 10 í meðal einkunn.

Viltu fjalla um Bjórinn?

 

 

2 Desember

Stella „Stella Artois er einn mest útflutti bjór Belga. Stella Artois er í eigu bruggrisans Anheuser-Busch InBev. Eins og hefur verið skrifað um í helstu miðlum Íslands er Stella upprunalega jólabjór, Stjarna Artois. Þetta er árið 1926 og salan fer framúr vonum bjartsýnustu manna og það sérstaklega í Kanada. Árið 1930 byrjaði svo útflutningur á Evrópumarkað með stoppi á meðan Seinni Heimsstyrjöldin geysaði.

Athygli vekur að þrátt fyrir ákveðinn „premium lager“ gæðastimpil í Evrópu og víðar, mest seldi belgíski bjórinn utan Belgíu, er Stella seldur sem hver annars lagerbjór í Belgíu. Í Belgíu er hann þó 5,2% þar, en mér finnst það einmitt persónulega betri útgáfan.

Stella notast við tékkneska Saaz humla og þýska Tettnanger- og Steirhumla, slær inn í hátt í 30 IBU, ljóst malt og aukasykrur og er svo látinn þroskast í um það bil tvo mánuði. Út fáum við bjór með þægilega maltbeinagrind – ögn sæta, kryddaðan tón, hreinsandi kolsýru og einstaklega hressandi, þurrt eftirbragð. Allt þetta gerir bjórinn heppilegan með góðu salati, sérstaklega kjúklingasalati með ungum havarti eða gouda ost, kjúklinga eða kryddpylsupasta, jafnvel með mildum piparost og rjóma, austrænni matargerð eins og „thai fusion“ og indversku karrí. Grilla kjúklingabringu á heitu sumarkvöldi?

Stella er þó ekki eingöngu þekkt fyrir bjórinn. Aðalstyrktaraðili Cannes og virkur styrktaraðili Sundance hátíðarinnar, Channel 4 og styrkja þeir Stella Artois Leuven Bears, körfuboltaliðið í heimabænum. Stella Artois í Bretlandi lofar að með hverjum keyptum sérkassa, („hedge fund Stella artois“), er gróðursett einn runni sem verður á stærð við þrjá slíka.“ – Matur og bjór

Viltu fjalla um Bjórinn?

„Birra Castello. Hvað er hægt að segja um bjór sem á innan við 15 ára gamla sögu? Birra Castello á rætur sínar að rekja til Udine á Ítalíu árið 1997, nánar tiltekið Sangiorgio di Nogaro. Birra Castello er þægilegur lagerbjór sem sleppir öllu kjaftæði.

Bjórar eins og þessi eru bestir einir og sér, en gera sitt með salati, sem má hafa kirsuberjatómata, létta ítalska puttarétti, bruschetta og fisk. Góður grillaður, magur fiskur, sem fengið hefur kannski tómat og sítrus marineringu myndi virka vel.“ – Matur og bjór

Viltu fjalla um Bjórinn?

3 Desember
Royal X-Mas Hvítur: Sá hvíti hefur fengist frá árinu 1969 og var sérstakur á þeim tíma fyrir lága alkóhól-prósentu þar sem markaðurinn í Danmörku einkenndist af sterkari jólabjórum. Bjórinn kemur frá einni stærstu samsteypu Norðurlandanna, Royal Unibrew A/S. Royal Unibrew varð til við samruna Faxe Bryggeri A/S, Jyske Bryggerier (Thor og Ceres) og Albani Bryggerierne (Albani og Maribo).

Bjórinn, sem var upprunalega bruggaður sem Ceres X-Mas hefur fengist á Íslandi í þó nokkur ár ásamt bróður sínum. Hann fellur vel í þjóðina, lítill, mjúkur og sætur. Veit að Íslendingar mega helst ekki heyra orðið súr, en það er sýra í bjórnum.

Þetta er ekki bjór sem ég myndi grípa með mat satt að segja. Held að svona bjór njóti sín best rétt fyrir mat á aðfangadag þegar allt er að verða vitlaust. Það er þá ekki nema með mildum svínaréttum, kannski með smá asísku yfirbragði, mjög mildri bbq-sósu. Passa bara að það sé ekki of sterkkryddað út af alkóhól-prósentunni. – Matur og Bjór

Viltu fjalla um Bjórinn? Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja?

Asahi (Dry). Frumkvöðullinn í japanska „dry beer“ æðinu. „Dry beer“ er í stuttu máli þegar allur sykur er látinn gerjast upp, tekur lengri tíma, en það gefur af sér beinþurran, brakandi og svalandi bjór en vill verða oft á kostnað bragðs. Þessi 5% bjór frá Asahi kom fyrst á markað árið 1987. Asahi er orðinn mjög alþjóðlegur bjór og fæst í meira en 50 löndum víðsvegar um heiminn.

Asahi er bjór til að bjóða uppá í samkvæmum og matarboðum, svona þegar að það er mest verið að horfa á skemmtunina að bjóða uppá japanskan bjór. Svona bjór er þó paraður þannig að hann fær það hlutverk að hreinsa munninn og halda öllu fersku og á tánum fyrir næstu bita. Erfitt er að fá gott samspil eða mótspil. Sushi virkar vel, þar sem þurr og kolsýrður bjórinn hreinsar munninn vel, sem og í flestum léttum, asískum réttum. Ég myndi þó halda mig frá wasabi og því sterkasta. – Matur og Bjór

Viltu fjalla um Bjórinn?

4 Desember
Eins og Royal X-mas hvít, þá hefur blái verið á markaðinum nokkuð lengi, eða síðan á níunda áratugnum.
Hann er Rafbrúnn, létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Ristað korn, karamella, ljós ávöxtur.

Viltu fjalla um Bjórinn? Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja?

Singha kemur alla leið frá Tælandi og nefndur eftir goðsagna kenndu ljóni sem fyrirfinnst í Tælenskum og Hindu
sögum og ber flaskan mynd af þessu ljóni ásamt Garuda merkinu á flöskuhálsinum sem táknar Tælenska konungsfjölskan.

Singha bjórinn er framleiddur af Tælenska bjórframleiðandanum Pathmthani Brewery Co., Ltd. Var bjórinn bruggaður
hjá Boon Rawd í Þýskalandi, en er nú eingöngu framleiddur í Tælandi.

Upprunalega útgáfan af Singha var áður bruggaður í 5% abv en er nú bruggaður 6% abv, sem varð svo til þess að
Singha fékk það orðspor sem hann hefur í dag.

Singha er ljós lager, gullinn. Mjúk fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Léttur ávöxtur, hunang, humlar.

Viltu fjalla um Bjórinn?

5 Desember
Albani Julebryg – Blålys var fyrst settur á markað 1960, hann er þó ekki fyrsti Danski jólabjórinn, en átti þó
stórann þátt í að koma jólabjórum á borð Dana.

Albani brugghúsið í Óðinsvéum, Fjón, bruggar bjórinn og er bjórinn oft merki þess að jólin séu að koma fyrir Dani.

Albani er milli dökkur, lager bjór, Rafgullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Ljós ávöxtur,
léttristað korn, karamella, blóm.

Viltu fjalla um Bjórinn? Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja?

Pilsner Urquell, er stór bjór, bruggaður síðan 1842 í Pilsen, sem er nú partur af Lýðveldinu Tékklandi. Hann er stór að því leitinu til að hann er talinn fyrsti Pilsner bjórinn sem bruggaður er. Hann er nú partur af heimsveldinu, SABMiller.

Nafn bjórsins, eða Urquell (þýsku) eða Prazdroj (Pólsku), þýðir upprunalegur (original source) og er eins og
nafnið gefur til kynna, fyrsti föl lager bjórinn. Hann er gullinn og tær og varð strax mjög vinsæll, fyrir 1840
þá voru lager bjórar aðallega dökkir á lit. Bjórarnir á þeim tíma voru líka mjög misjafnir og voru íbúar Pilsen
ekki sáttir við það og var því bruggmeistari að nafni Josef Groll, frá Bavariu, fenginn til að útbúa betri bjór.
5 Október, 1842 hafði Josef sett saman uppskrift og var bjórinn tilbúinn 11 nóvember 1842, bjórinn var svo fyrst
borinn fram á Saint Martin markets hátíðini.

Bürgerbrauerei skráði svo bjórinn sem Pilsner Bier B B 1859, en þeir skráðu hann líka sem upprunalega pilsner bjór 1842, bjórinn hefur svo gengist undir nokkrum nöfnum, eða; Plzenský pramen, Prapramen, Meštanské Plzenské, Plzenský pravý zdroj og loks Pilsner Urquell og Plzenský Prazdroj, sem eru bæði í notkun í dag. Mælum með þessari mjög svo skemmtilegu síðu sem þeir halda úti, http://www.pilsnerurquell.com/

Pilsner Urquell er meira humlaður heldur en aðrir pilsnerar. Gullinn, meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Mjúkt malt, sætreykt korn, grösugur humlakeimur.

Viltu fjalla um Bjórinn?

6 Desember
Föroya Slupp Öl; Föroya bjór var stofnað 1888 af Símun F. Hansen. Föroya bjór hefur því yfir 120 ára forsögu
og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Sluppöl er amber á lit, Meðalfylling, sætuvottur, ferskur, lítil
beiskja. Létt malt, rjómakaramella, þurrkaðir ávextir.

Viltu fjalla um Bjórinn?

 

Föroya Julebryggj; Fölbrúnn. Létt fylling, ósætur, fersk sýra, lítil beiskja. Létt malt, baunir, hunang.

Viltu fjalla um Bjórinn?

 

 

 

7 Desember
Harboe Jule Bryg; Harboe hefur verið starfandi síðan 1883, eða í rúmlega 125 ár og hefur verskmiðja þeirra staðið á sama stað síðan þá. Rafgullinn. Meðalfylling, ósætur, fersk sýra, lítil beiskja. Mjúkt malt, ristaðir korntónar.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Saga Krombacher bjórsins byrjar um 1722, þegar málm leitar maður að nafni Fresenius uppgötvar fjalla vantslindir sem eru notaðar enn þann daginn í dag við bruggun á Krombacher. Þessi lind þykir mjög steinefnasnauð og er því ákjósanleg fyrir bruggun bjórsins.

Krombacher var svo stofnað 1803 af manni að nafni, Johannes Haas. Faðir hans, Johann Eberhard, átti krá í bænum og á þeim tíma, þá mátti ekki eiga og reka krá nema að brugghús stæði á bak við kránna þ.e.a.s. aðeins brugghús máttu selja beint til neytanda, var því brugghúsið stofnað í kringum rekstur fjölskyldu fyrirtækisins.

Krombacher Pils leit svo dagsins ljós í byrjun 20 aldar. Ljósgulur, létt meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja og Léttur blómlegur kornkeimur.

Viltu fjalla um Bjórinn?

8 Desember
„Tuborg Christmas Brew (e.þ.s. Tuborg Julebryg) hefur verið hluti af danskri menningu síðan jólin 1981 og þessi myrki lager hefur orðið á undanförnum árum skýr merki þess að jólin standa fyrir dyrum. Tuborg Julebryg er einn danskra bjóra með eigin hefðir vegna jólanna. Á J-daginn fellur fyrsti snjórinn yfir landið og götur fylltar með jóla anda og gleði. Bragðið er ríkt og sætt með góðum líkama og skemmtilega biturð með snert af enskum lakkrís. Tuborg Julebryg hefur hlýjann og dökkan lit, sem er fínn fyrir árstíðina og lyktin er bæði ristaðar Karmellur og ferskuleiki.“ – Mjaðarbandalagið

Viltu fjalla um Bjórinn?

 

Saga Saku Olletehas, á rætur sínar að rekja til 1820. Greifinn, Karl Friedrich von Rehibinder, byggði brugghús á
landareign sinni sem síðar varð að Saku Olletehas. Í dag, er Saku Olletehas í eigu Carlesbergs.

Saku Originaal er flagg skip brugghúsins. Hann var fyrst bruggaður 1993 og vaðr því fyrsti bjórinn sem var seldur
eftir að Estonía fékk sjálfstæði sitt og er því engin furða að hann á margan aðdáandan í Estóníu fyrir vikið.

Saku Orginaal er gullinn. Létt fylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Ljóst korn, sítrus og ljós blóm.

Viltu fjalla um Bjórinn?

9 Desember
Víking Jóla Bjór er einn af þessum sem fólk á að þekkja, búinn að vera til í meira en 20 ár og því orðinn vel þekktur.

Notað er karmelumalt í bjórinn sem skýn ágætlega í gegn. Karmelumaltið gefur líka aðeins dekkri lit og gefurpínu brgað af kaffi og brendum sykri.

Bjórinn er látinn eftirgerjast við lágt hitastig eftir aðalgerjun sem Víking vill meina að gefi bjórnum “ þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu“, dæmi nú hver fyrir sig.

Víking jólabjór á vel við hæfi á borðum landsmanna. Gullinn. Meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlungsbeiskja.Léttristað korn, karamella, lifrarpylsa.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Faxe Festbock tilheyrir bock bjóra fjölskylduni. Bock bjórar eru sterkir lagerar sem eiga uppruna sinn í Þýskalandi. Bock bjórar voru ekki alltaf nefndir Bock, í raun voru þeir nefndir fyrst sem Einbeck, eftir bænumEinbeck, en á 17 öld, þá tóku Munich bruggarar að búa til bjórinn og þar sem þeir voru með Bavarian hreim, þábáru þeir nafnið fram „Einbeck“ sem „ein Bock“ eða geithafur (billy goat), og þaðan kemur nafnið Bock. Það er oftmynd af geithafi utan á flöskunum sem er svona smá grín vegna þessa.

Til eru nokkrir stílar út frá Bock bjórum, eða hefðbundinn bock, Maibock eða helles bock, Dobbelbock og Eisbock.Þetta eru svona helstu stílarnir.

Ef ég ætti að gerast svo kræfur að para Bock með mat, þá myndi hann fara vel með ýmiskonar pylsum, krydduðum mat(t.d þar sem Cajun krydd á í hlut), kalkúnn og jafnvel með salt kringlum. Faxe Festbock er svo aftur ætlaður meðhátíðar matnum og myndi eflaust sóma sig vel með því, enda er bock bjór bruggaður hjá mörgum þjóðum um hátíðar.

Faxe Festbock er Brúnn. Meðalfylling, sætuvottur, mildur, miðlungsbeiskja. Malt, ristun, lakkrís.

Viltu fjalla um Bjórinn?

10 Desember
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er framleiðandi þessa bjórs. Ölgerðin Egill Skallagrímsson er elsta starfandi
bruggverskmiðja landins, eða frá 17. apríl 1913. Kannast flestir við léttölið Egils Pilsner sem hefur verið
bruggað síðan 1915.

Premium er nokkuð sérstakur bjór, hann er meskjaður tvisvar og látinn gerjast hægar. Hann Er gerður að hluta
til (ca 10% af kornmagninu) úr íslensku ómöltuðu byggi ofan úr borgarfirði, sem gefur bjórnum aukna fyllingu og
froðuheldni.

Egils premium hefur unnið til nokkura verðlauna t.d. silfurverðlaun í flokki festival bjóra á European beer
star 2006 hefur líka fegnið nokkur verðlaun í monde selection.

Egils Premium er með meðalfylling, mildur með sætuvotti og lítilli beiskju og mjúkum maltkeim.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Egils Jólagull
ósætur, fersk sýra, miðlungsbeiskja. Léttristað malt, létt krydd.

Egils Jólagull í Vínbúðini, Viltu fjalla um Bjórinn?

 

 

11 Desember
Egils maltjólatbjór er mjög mildur bjór, mjög sætur og fellur í kramið hjá flestum þar sem bragðið er alls ekki langt frá því sem flestir þekkja úr Malt extrakt, enda sami grunnurinn þarna á ferð, eina sem skilur þá að, er að það er alkóhól í maltbjórnum. Er þessi bjór alveg tilvalinn fyrir þá sem eru kannski ekki alveg komin af stað í bjór flóruni en finnst þó maltið gott, er þá tilvalið að byrja á þessum.

Viltu fjalla um Bjórinn?

 

Einstök White Ale
Einstök bjór er einkaframtak nokkra erlendra aðilla sem vilja koma sérbrugguðum gæða bjórum á framfæri út í heimi. Var á tímabili ekki ætlunin að setja Einstök bjór á íslenskan markað en eitthvað breyttist það og hefur íslenskur markaður tekið mjög vel á móti bjórunum og án efa tryggt þá í sessi í vínbúðum landsins.

Er bruggaður eftir alda gamalli Belgískri hefð, eða Witbier. Witbier er oft kryddaður með appelsínu berki og
Kóríander, gefur þetta bjórnum einstakt bragð sem margir falla gjörsamlega fyrir. Af því að þeir eru kryddaðir með appelsínu berki og kóríander, þá er stundum slept að humla bjórana, er þá notað fyrrgreint krydd í staðinn og er það kallað „gruit“, reyndar eru fleiri krydd notuð í „gruit“ en bara appelsínu börkur og kóríander.

Einstök White Ale er fölgullinn, skýjaður. Lítil fylling, ósætur, fersk sýra, lítil beiskja. Sítrus, létt korn,
kryddtónn.

Viltu fjalla um Bjórinn?

12 Desember
Gæðingur Jólabjór; Gæðingur öl er enn eitt glæsilega fyrirtækið sem bætist við í micro brugghús landsins, staðsett í Skagafirði. Eru þeir að gera flotta hluti og á án efa eftir að koma margt flott frá þeim.

Gæðingur Jólabjór svipar margt til Gæðings stouts og er það alls ekki af verri endanum, enda er hér á ferð, hið
ágætasta öl.

Gæðingur Jólabjór er Brúnn. Mjúk meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlugsbeiskja. Ristað malt, lakkrís, kakó, karamella.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Gæðingur Stout; Eins og fyrrgreindi hér að ofan, þá er þessi gæðingur Skagfirskur í „húð og hár“ og þó svo að fyrirtækið sé nú ekki gamalt, þá hefur því tekist að brugga marga góða bjóra. Svona til skemmtunar, þá langar mig til að vitna í lýsingarnar á þeim sem standa að baki brugghússins, enda eru þarna miklir húmoristar á ferð;

  • Árni – Eigandi brugghússins og höfuðið í rekstrinum. Bóndi, heyrnar- og talmeinafræðingur, sóldýrkandi og sérvitringur
  • Birgitte – Meðeigandi brugghússins og Pale Ale aðdáandi. Saumakona og altmulig og umuligkvinde.
  • Baltasar – Óskrifað blað í bjórgerð, en efnilegur í sýndarverufótbolta, byssó, fiskarækt og hárvexti.
  • Jói –Bruggari og eini launaði starfsmaður brugghússins. Geðvondur með afbrigðum.
  • Halldór – Prímus mótor í límmiðum.

Og eins og stendur í lýsingu brugghúsins, þá er það 6 tunna, breskt brugghús og eins og áður nefndi, þá er þetta
mjög svo sérstaka brugghús, einungis búið að vera starfandi frá því í febrúar 2011.

Viltu fjalla um Bjórinn? Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja?

13 Desember
„Kaldi er bruggaður eftir Tékkneskri hefð síðan 1842. Markmiðið með bjórnum var að búa til vandaðan bjór með
miklu bragði þar sem að markhópurinn yrði þar af leiðandi aðeins þroskaðara fólk. Það er ýmilsegt sem að gerir
Kalda sérstakan og frábrugðin hefbundnum bjór. Það er einungis notað allra besta hráefni sem völ er á. Einnig
var valið að hafa hann eins hollan og ferskan og mögulegt er. Þess vegna er Kaldi ógerilsneyddur, án viðbætts
sykurs og með engum rotvarnarefnum. Það eina sem notað er í bjórinn er 4 tegundir af byggi sem þykir það besta
sem völ er á, 3 tegundir af humlum, ger og vatn. Allt þetta hráefni er sérpantað frá Tékklandi, fyrir utan að
sjálfsögðu íslenska vatnið sem að við fáum úr lind við Sólafjall við utanverðan eyjafjörð. Það er einmitt vatnið sem á stóran þátt í að gera bjórinn svona góðan.“ – Bruggsmiðjan

Kaldi Jólabjór er Rafgullinn. Meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlungs beiskja. Ristað malt, karamella, létt
krydd.

Viltu fjalla um Bjórinn?

„Dökkur Kaldi kom á markaðinn um vorið 2007 í kjölfarið á miklum vinsældum ljósa Kalda. Markmiðið með Dökka Kalda var að koma með bjór sem væri með meira bragði og meiri fyllingu. Í Dökka Kalda eru allar þær 4 tegundir af byggi sem Bruggsmiðjan notar í sína framleiðslu.“ – Bruggsmiðjan

Kaldi dökkur er Rafbrúnn. Meðalfylling, þurr, ferskur, beiskur. Ristað malt, karamella, humlar.

Viltu fjalla um Bjórinn?

14 Desember
Samuel Adams eða Sam Adams, er ekki mjög gamalt fyrirtæki, en það var stofnað 1984.Hins vegar var fyrsti bjórinn
sem kom frá fyrirtækinu Samuel Adams Boston Lager og var upprunaleg uppskriftin af þeim bjór frá árinu 1860.

Eins og með svo mörg önnur bjór fyrirtæki, þá er Samuel Adams í eigu Inbev.

Samuel Adams Winter Lager er dökkur hveiti bock. Bock bjórar eru samkvæmt hefð, sterkir, dökkir,lager bjórar.
Samuel Adams Winter Lager var fyrst bruggaður 1989. Bjórinn er einn af þeim fyrstu sem voru bruggaður hjá fyrirtækinu
sem árstíðabundinn bjór. Það er lagt mikið í þennan bjór og var t.d. fundin sér blanda af kanil í bjórinn, en
kanillinn kemur frá suðaustur asíu, eða Indonesiu og Víetnam. Það eru notuð fleiri krydd í þennan bjór eða, Engifer og
appelsínu börkur.

Samuel Adams Winter Lager er rafbrúnn. Þétt meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlungsbeiskja. Malt, karamella,
krydd, hunang.

Fyrir þau ykkar sem vilja lesa um matarpörun bjórsins, þá er hér smá les efni á heimasíðuni þeirra.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Held að sturlaugur, bruggmeistari Borg brugghús lýsi þessu best;
„Úlfur – India Pale Ale – Nr. 3
Úlfur IPA sver sig í ætt við það besta sem er framleitt á vesturströnd Bandaríkjanna og kemur eflaust mörgum
Íslendingnum í opna skjöldu hvað varðar bragð og lykt. Lyktin er af ferskum sítrus ávöxtum, þá sérstaklega
greipaldini, sem er einnig til staðar í bragðinu, og öflug beiskjan fær mann til að þrá annan sopa. Einungis
eru notaðir amerískir humlar í Úlf, og humlum bætt í suðu og eftir gerjun, sem er svokölluð „þurrhumlun“.

Hér er svo smá fróðleikur að hætti Sturlaugs

Viltu fjalla um Bjórinn?

15 Desember
Leppalúði, einnig þekktur sem Leroy Christmas, Þessi mahogany amber litaður bjór, er bruggaður af Belgíska fyrirtækinu brouwerij Van Eecke. Fyrirtækið á rætur að rekja allt til ársins 1629 og var þá fyrst í eigu aðalsfjölskyldu að nafni van Yedegem. Þessi fjölskylda átti kastala að nafni Watou og þar var byggt brugghús. 1795, var svo kastalinn og brugghúsið brennt í Frönsku byltinguni en fjölskyldan slapp til Englands. Það var svo ekki fyrr en 1820 sem brugghúsið var byggt aftur af bónda nokkrum, undir slagorðinu „Getið bylt eins og þið viljið, en við þurfum samt bjór hér“. Brugghúsið var nefnt „In de gouden Leeuw“ eða „Í gullna ljóninu“. 1862 eignaðist svo fjölskyldan Van Eecke brugghúsið í gegnum hjónaband og byrjuðu þá að brugga topp gerjað öl.

Leppalúði er rafbrúnn, skýjaður. Þétt fylling, hálfsætur, lítil beiskja. Malt, karamella. Höfugur.

Viltu fjalla um Bjórinn

Köstritzer Schwarzbier er framleiddur af Bitburger Brauerei. Bitburger var stofnað 1817 af Johann Wallenborn.

Bitburger brugghúsið hefur þó ekki alltaf átt Köstritzer, 1991 keypti Bitburger Köstritzer brugghúsið og eignaðist
þar með bjórinn og vörumerkið Köstritzer.

Köstritzer brugghúsið var hins vegar stofnað 1543 og er eitt af elstu Schwarzbier (svart bjór) framleiðendum í
Þýskalandi.

Einn frægasti aðdáandi Köstritzer Schwarzbier Johann Wolfgang von Goethe, komst á spjöld sögunar fyrir að lifa á
Köstritzer bjór þegar hann gat ekki borðað vegna veikinda.

Köstritzer Schwarzbier, tilheyrir svokallaðri svart bjórs fjölskyldu. Þessir bjórar eru maltaðir, milungs fylling,
dökkir bjórar. Oft nokkuð þykkir og rjómakenndur haus (froða). Þessir bjórar eru þó ekki mjög bragðsterkir, frekar jafnir og
mildir bjórar. Fyrir þau sem ekki eru mikið fyrir mjög humlaða bjóra eða bragðsterka bjóra, þá mun þessi koma þægilega á óvart.

Köstritzer Schwarzbier er brúnn, Meðalfylling, þurr, mildur, miðlungsbeiskja. Ristað malt, lakkrís, hneta.

Viltu fjalla um Bjórinn

16 Desember
Allgauer Weihnachtsbier, meira og minna allt efni sem er að finna um þennan bjór er á þýsku og er hvorki ég né google translator góðir í að þýða þýskuna :-p

En það littla sem ég náði er að, í Allgau héraðinu hefur verið sínt fram á að bruggun bjórs hefur verið stundað þar síðan á tímum Kelta (Celts). Á því þetta hérað mjög mikla og ríka sögu þegar kemur að brugga bjór.

Allgau Brauhaus var svo aftur stofnað í ágúst, 1911. Algauer Brauhaus, er í raun samsteypa (að því mér skilst) af flestum ef ekki öllum brugghúsum Allgau héraðsins.

Allgauer Weihnachtsbier er öl, Ljósgullinn. Meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlungsbeiskja. Mjúkt malt, korn, sítrus, léttir grösugir tónar.

Viltu fjalla um Bjórinn

Erdinger á um rúmlega 125 ára sögu eða allt til ársins 1886. Núverandi nafn fyrirtæksins eða Erdinger Weißbräu, var gefið fyrirtækinu árið 1949.

Erdinger Weißbräu sérhæfir sig í hveitibjórum og þykir einn af betri framleiðendum hveitibjórs í heiminum.

Hveitibjórar eru aftur mildir og góðir bjórar. Weissbier þýðir bókstaflega „hvítur bjór“, nafnið kemur vegna gul-hvítrar slæðu sem kemur af möltuðu hveitinu. Í ameriku eru þessir bjórar oft kallaðir Hefeweizen, sem þýðir ger hveiti, þar sem bjórinn er ósíaður og er því gerið enn til staðar í bjórnum. Síaður hveitibjór er hins vegar kallaður krystal hveitibjór, dökku afbrigðin af þessum bjórum eru svo kallaðir Dunkelweisen.

Samkvæmt þýskri löggjöf, þá verður hveitibjór að vera bruggaður með í það minnsta 50% möltuðu hveiti og eru því sumir þýskir hveitibjórar með allt að 60 – 70% maltað hveiti, afgangurinn er maltað bygg.

Má oft finna lykt af bönunum og ýmsu kryddi í þessum bjórum og jafnvel út í lykt af tyggigúmmi, þessi lykt fellur vel að mörgum og hefur margur kvennmaðurinn dálæti af þessum stíl.

Erdinger Dunkel er Ljósbrúnn, mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungsbeiskja. Ristað korn, karamella, mokka.

Viltu fjalla um Bjórinn

17 Desember
Víking Jóla Bock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock bjóra “Traditional Bock”. Í réttu ljósi kemur skemmtilega dökkrauðbrúnn liturinn fram. Grunnmaltið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mýkt og smá sætleika.
Bjórinn er sterkur en maltbragðið felur styrkleikann sem er þó í bakgrunni og gefur smá vermandi tilfinningu. JólaBock er undirgerjaður og í hann eru notaðir bæverskir humlar í nokkru magni til aðgefa bjórnum jafnvægi.

Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á 14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra. Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Leffe Brune; Leffe klaustrið var stofnað 1152, við ánna Meuse í Namur hérði, suður Belgíu. Eins og með mörg klaustur þess tíma, var bruggaður bjór, bjórinn var bruggaður úr hráefni sem fannst í nágreni við klaustrið og urðu því til mjög einstakir bjórar.

Klaustrið á sér ríka og oft á tíðum ekki farsæla sögu, það eyðilagðist í flóðum 1460, eldur fór um klaustrið 1466 og 1735 skemmdu hermenn brugghúsið. Í frönsku byltinguni 1794 þá var klaustirð yfirgefið og það eyðilagt. 1902 var svo aftur snúið í klaustrið.

1952, Lootvoet brugghúsið gerir samning við klaustrið um að brugga bjórana en var svo keypt af Interbew (núna Inbew), Leffe var bruggaður í Mont-Saint-Guibert þangað til Inbew lokaði brugghúsinu og eru Leffe bjórarnir bruggaðir í Stella Artois brugghúsinu í Leuven.

Klaustrið fær þó prósentur af hagnaðinum sem kemur af sölu bjórsins.

Leffe Brune er Rafbrúnn. Mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Ristað malt, karamella, negull, sítrus.

Viltu fjalla um Bjórinn?

18 Desember
Einstök Doppel Bock er einn af 4 bjórum Einstöl Ölgerð sem er framtak nokkra erlendra athafna manna sem vildu koma íslenksum gæða bjór á markaði erlendis. Víking brugghús bruggar bjórinn.

Einstök Doppel Bock er rafbrúnn. Þétt fylling, sætuvottur, fersk sýra, beiskur. Mjúkreykt malt, kaffi, súkkulaði, sítrus. Margslunginn.

Viltu fjalla um Bjórinn?

 

Víking Stout er bruggaður af Víking (Vífilfell). Þessi bjór tilheyrir stout bjórstílnum. Þessi stíll kom til þar sem oft var talað um Stout porters (eða sterkur porter). Merking orðsins Stout er upphaflega „stoltur“ eða „hugrakkur“, en a 14 öld, þá breyttist það í „sterkur“. Stout sem bjórstíll er enn deilt um þar sem upphaflega var þessi meining stout, notað fyrir allt sterkt dökkt öl, en síðar fyrir stout porters.

Víking Stout er dökkur, Sætuvottur, meðalfylling, miðlungsbeiskja. Lakkrís, kaffi, kakó

Viltu fjalla um Bjórinn? Lesa hvað Mjaðarbandalagið hefur um bjórinn að segja.

19 Desember
„Stekkjarstaur er fyrsti jólabjór Borgar Brugghúss. Rauðleitt brúnöl, sem er bruggað úr pale ale-, karamellu- og súkkulaðimalti,
auk kandíssykurs og hafra. Hann hefur kryddaðan og ávaxtaríkan ilm og góða fyllingu. Stekkjarstaur er sérhannaður til að passa
með jólamatnum, hvort sem að það er hangikjötið eða hamborgarhryggurinn. Hann er einnig á heimavelli með hvít- og blámygluostum
og hörðum ostum, líkt og vel þroskuðum gruyere.“ Sturlaugur – Borg Brugghús.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Mikkeller bjórarnir eru afurð og hugarfóstur manns að nafni Mikkel Borg Bjergsø. Hann er gott dæmi um það hvað hægt er að gera
með heimabruggið. Hann byrjaði heima fyrir í eldhúsinu og tókst ekki betur til en svo að árið 2010, þá gaf hann út 76 nýja bjóra.
Hann er þó ekki bara með sitt eigið brugghús, hann lýsir sér sem sígauna bruggara þar sem hann hefur unnið með mörgum af stærstu og
virtustu brugghúsum heims með að gefa út nýja bjóra.
Þar sem þetta eru margir og sérstæðir bjórar sem eru í boði, þá datt mér í hug að setja lista og þá getið þið valið þann bjór sem
kítlar ykkur mest til að prófa;

Viltu fjalla um einhvern af bjórunum?

20 Desember
De Koninck er Belgískur bjór sem á uppruna sinn að rekja til lítillar krár að nafni De hand eða hendinn (The hand), 1833.
Þessi littla krá varð síðar meir grunnurinn að Brewery De Koninck.Þessi bjór á sér nokkuð sérstakt glas sem kallast Bolleke („little ball“ eða „littla kúlan“). Þetta glas er einungis borið fram
með De Konick í glasinu.De Koninck er rafgullinn. Meðalfylling, ósætur, miðlungsbeiskja. Ristað malt, karamella, humlar.

Viltu fjalla um

 

Bjórinn?Liefman´s Goudenband er enn einn sérstæði bjórinn sem við fjöllum um. Hann á Rætur að rekja til ársins 1679, en varð því miður
gjaldþrota 2008, en kom þó ekki að sök þar sem Duvel Moortgat brugghúsið tók yfir reksturinn.Liefman´s Goudenband er há gerjaður og látinn þroskast í kjallara í um 4 – 8 mánuði og verður einungis betri eftir því sem á
líður.Liefman´s Goudenband er Brúnn, meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Mildur þroskaður maltkeimur, sveit, karamella.

Viltu fjalla um Bjórinn?

21 Desember
„Ölvisholt Jólabjór er mjúkur og þægilegur, létt humlaður með jólakeim í bakgrunni. Jólakötturinn er hins vegar ólíkindatól sem
fæstir vilja hitta. Það var trú manna að þeir sem ekki fengju nýja flík fyrir jólin yrðu jólakettinum að bráð.Ölvisholt Jólabjór henntar vel með Svínakjöti, osti, reyktu kjöti og létt villibráð.

Ölvisholt Jólabjór er rafgullinn. Þétt meðalfylling, sætuvottur, fersk sýra, miðlungsbeiskja. Mjúkt malt, baunir, barkarkrydd, karamella“ – Ölvisholt brugghús

Viltu fjalla um Bjórinn?

22 Desember
Anchor Christmas Ale; Saga Anchor brewery er æði skrautleg og má rekja allt til ársins 1849, á tímum gullæðisins í Kaliforníu. Þýski bruggarinn Gottlieb Brekle flutti með fjölskyldu sína til San Francisco. Gottlieb Brekle keypti 1871, gamla bjór og billiard krá og breytti í brugghús, sem síðar varð að Anchor brewery. 1896, Anchor verður til þegar þýskur bruggari, Ernst F. Baruth og sonur tengdasonur, Otto Schinkel, Jr., kaupa brugghús Gottlieb og endurnefna það Anchor. Enginn veit hvers vegna brugghúsið fékk þetta nafn en getgátur eru um hvort það gæti verið vegna hafnarinnar í San Francisco? Anchor brewery hefur svo ekki átt sjö dagana sæla. Gengið í gegnum jarðskjálfta (1907), eldsvoða og eftir að reist hafði verið nýtt brugghús, þá varð Otto Schinkel Jr. fyrir bíl nokkru eftir að brugghúsið hafði ný opnað. En það tókst þó með herkjum að halda brugghúsinu gangandi… þangað til 1920, þegar áfengisbannið gekk í gildi í Bandaríkjunum, þá lokaði Anchor en það eru sögusagnir um að Anchor hafi verið að brugga eilítið á meðan bannárunum stóð, en það eru þó ekki til neinar ritaðar heimildir fyrir því. Þegar áfengisbanninu lauk í apríl 1933, opnaði Anchor aftur fyrir bjór framleiðslu sína en brann svo til grunna innan við árs eftir að hafa opnað. Þeir gáfust þó ekki upp og opnuðu þeir aftur í gömlu múrsteinshúsi, skammt frá þeim stað sem þeir eru nú. Eftir að Bandaríkjamenn uppgötvuðu þægindi þess að neyta fjöldaframleids bjórs 1959, þá fór að halla heldur undan fæti hjá Anchor og var því Anchor lokað, sem betur fer, í aðeins stuttan tíma. Maður að nafni Lawrence Steese, keypti og opnaði aftur Anchor 1960 og í það skiptið á nýjum stað sem er þó ekki langt frá því sem Anchor er í dag og fékk með sér í lið mann að nafni Joe Allen til að halda áfram hefðum Anchor. Það leið samt ekki á löngu þar til Lawrence Steese uppgötvaði hvað það var mikið mál að reka Anchor og mátti litlu muna að hann hefði lokað Anchor aftur 1965. Það var svo ekki fyrr en maður að nafni Fritz Maytag sem keypti 51% hlut í Anchor fyrir nokkur þúsund dollara þar sem hann gat ekki séð eftir uppáhalds bjórnum sínum og bjargaði þar með Anchor frá gjaldþroti. Fritz byrjaði svo að setja bjórana á flöskur og um 1975, þá var Anchor kominn með 4 aðra bjóra á flöskum, eða Anchor Porter, Liberty Ale, Old foghorne og Barleywine Ale (fyrir utan auðvitað Anchor Steam sem var fyrsti bjórinn þeirra). Anchor stækkaði svo ört þaðan í frá og 1977, þá var loks kominn tími á að flytja sig í stærra húsnæði og varð gömul kaffi brennsla fyrir valinu, það húsnæði er svo aðalstöðvar Anchors í dag. Anchor hefur síðan þá bruggað marga skemmtilega bjóra eins og Sumerian bjórinn og Ninkasi sem eru bruggaðir eftir um 4000 ára gamalli uppskrift. Brugghúsið varð svo fyrir smá hnjaski í Loma Prieta skjálftanum og varð þá til „jarðskjálfta bjórinn“. Anchor brugghúsið er enn að brugga í kopar kötlum og er stefnan enn að halda því áfram, ekki nema Inbev komist yfir þetta, mjög svo sérstæða brugghús og skemmi fyrir því? :-p
Anchor Christmas Ale er aftur mjög sérstakur því það er alltaf breytt uppskriftini frá ári til árs.

Í ár er hann Brúnn. Mjúk meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlungsbeiskja. Ristað malt, múskat, piparkökur, barrnálar.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Fuller´s Golden PrideFuller var stofnað 1845 í Griffin brugghúsinu, Vestur London. Það hefur verið bruggaður bjór í Griffin brugghúsinu í meira en 350. Margir af stofn fjölskyldum Fullers eru enn að vinna ötult að rekstir Fullers enn þann daginn í dag.
Fuller´s Golden Pride er Rafgullinn. Þétt, mjúk fylling, sætuvottur, miðlungsbeiskja. Ristað malt, korn, brenndur sykur.

Viltu fjalla um Bjórinn?

23 Desember
Chimay er svo kallaður Trappist bjór og bruggaður af einu af sjö múnkaklaustrum í heiminum sem tilheyra Trappista regluni.

Klaustrið er í Chimay, suður Hainaut, Belgíu og dregur bjórinn nafnið þaðan.+

Klaustrið býr til þrjá bjóra sem þeir selja víðsvegar um heim eða, Chimay Rouge, Chimay Bleue, and Chimay Blanche. Þeir brugga svo annan bjór, Patersbier sem er aðeins fyrir múnkana. Samhliða bjórframleiðsluni þá framleiða þeir fjórar tegundir af ostum.

Brugghúsið sjálft var stofnað inn í Scourmont Abbey 1862. Bjórarnir eru kenndir við Trappist bjóra því þeir eru bruggaðir innan Trappist klausturs.

Hagnaður af sölu bjórana rennur til klausursins og er þá notað til að borga leigu og í góðagerðastarfsemi víðsvegar í grend við klaustrið.

Chimay Peres Trappistes er Brúnn, skýjaður, þétt fylling, þurr, ferskur, meðalbeiskja, höfugur. Ristað malt, karamella, þurrkaðir ávextir, kakó.

Viltu fjalla um Bjórinn?

La Trappe bjórarnir eru bruggaðir af De Koningshoeven brugghúsinu (Brouwerij de Koningshoeven) innan múnkaklaustursins Onze Lieve Vrouw van Koningshoeven í Berkel-Enschot (nærri Tilburg), stofnað 1884. Eins og nafnið ber til kynna á bjórunum, þá eru þeir Trappista bjórar og er De Koningshoeven brugghúsið eitt af sjö brugghúsunum í heimi sem tilheyra þessari múnka reglu, eða Trappista regluni.

Brugghúsið sem múnkarnir ráku að mestu til 1999, er nú komið í einkarekstu fyrir hönd múnkana, sem Trappista múnka reglan mótmælti þar sem þetta fyrirkomulag hafði ekki sést áður á bruggun Trappista bjórana.

Brugghúsið sem bruggar bjórana er því í eigu De Koningshoeven NV, sem er dótturfyrirtæki í eigu Bavaria brugghúsins, en bruggtækin og húsakynnin eru þó í eigu klaustursins.

La Trappe Isid´or er Rafgullinn, skýjaður. Mjúk fylling, höfugur, þurr, ferskur, lítil beiskja. Mjúkristað malt, karamella, fínleg krydd.

Viltu fjalla um Bjórinn?

24 Desember
Fuller´s Vintage Ale er einn af þessum eðal bjórum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Þetta er mjög stór og flottur bjór en samt ekki yfirþyrmandi. Bjórinn mungæla við sérhvern bragðlauk og tala nú ekki um lyktarskynið sem mun eiga dásamlegar stundir. Þessi bjór hefur verið bruggaður síðan 1997 og er lauslega byggður á fuller´s golden pride, en uppskriftini er þó breytt frá ári til árs, því er þess virði að versla sér nokkra bjóra af hverjum árgangi og smakka á hverju ári, passa þó að skrifa niður hvernig upplifunin var og bera svo saman eftir ár, þessi verður bara betri og betri eftir sem á líður.

Stíllinn á bak við þennan bjór er, old ale eða „stock“ ale, hefur þessi bjór því nokkuð hátt dextrín sem gefur bjórnum mikla fyllingu og mikinn karakter.

Fuller´s Vintage Ale Rafbrúnn. Þéttur, kremaður, sætuvottur, beiskur. Malt, brenndur sykur, humlar, ávöxtur. Langt höfugt eftirbragð.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Anchor Old Foghorn tilheyrir Barleywine stílnum. Bjórinn er meðhöndlaður þannig að það koma
svipaðir eiginileikar eins og hægt er að sjá í kampavíni (loftbólurnar og s.frv.). Hann er þurr humlaðaður með Cascade humlum og látinn þroskast í kjallara Anchor Brewery. Anchor old foghorn kom fyrst á markað 1975.

Mælt er með því að njóta hans eftir góða máltíð og eru reyndar mörg veitingahús sem hafa Anchor Old Foghorn á eftirréttarmatseðlinum.

Það er skemmtilegt að segja frá að í auglýsingum frá Anchor, þá er alls ekki mætl með því að drekkar Anchor Old Foghorn sé drukkinn úr svo kölluðu Tankard (glasið hér til hliðar)

Barleywine er oft að ná styrkleika vína eða um 8 – 12%. Fyrsta Barleywine sem bruggað var, hét Bass No. 1, 1870.

Óhætt er að segja að hér sé á ferðini mjög flottur og góður bjór sem fólk ætti ekki láta
framhjá sér fara yfir hátíðarnar.

Viltu fjalla um Bjórinn?

Við óskum öllum Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs! :O)

1 athugasemd

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt