Innis & Gunn Original

0
290

Muninn
Hausinn er 1 putti skjanna hvítur og rjómakendur
Body er hvetubrúnn og tær
Nefið er malt, rjóma karamella, eik og wiskey
Bragðast af karamellu, wiskey með snert af eik. rjómakaramellubragðið
er yfirgnæfnadi yfir hin brögðin en einhvernvegin er þessi blanda
alveg að gera sig fyrir mig.
Eftirbragðið er dauft og stutt en samanstendur af rjómakaramellu og jörð
Ágætis blúnda, mildur nálardofi
Abv er 6,6%
Hönnunin á flöskunni er mjög flott og selur mér hana í hyllunni og er
tappinn líka áprentaður.
Venjan er einhver sú besta sem ég hef upplifað.
Þessi öl er alveg fyrir mig og mun ég fjárfesta í fleiri flöskum af
þessum, sem er einhver sá besti dómur sem ég get gefið. Þó er talverð
vöntun á eftirbragðinu þar sem ég vil hafa þetta bragð lengur og dreg
ég hann aðeins niður fyrir það.
Mín einkunn er 93 af 100

Huginn

Auglýsing

Hausinn er hálfur fingur og ljós. Blúndan er lítil og snögg. Nefið eru
dökkir ávextir og karamella, jafnvel beiskja þarna einhversstaðar inn
á milli.
Uppbygging er hnetubrún með rauðum tónum. Góð munnfylli með fínum náladofa.
Bragð er sítrus, karamella, dökkir ávextir, malt og jafnvel eik í
miðunni. Eftirbragð dauft, en teygjist og sýður saman öll fyrrnefnd
brögð í eitthvað sem er ljúft og þægilegt.
Venja er góð.
Þessi kom mér ekkert á óvart.. bjóst svosem alveg við einhverju ljúfu
og frábæru 🙂
Æðisleg blanda af dökkum ávöxtum, karamellu og malti. Naut hvers sopa í botn.
Þessi fær 85 af 100 frá mér.

Fyrri greinRed Stripe
Næsta greinWiibroe Porter Imperial Stout
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt