Inngangur að mjaðarbruggi

0
336

Fororð

Við höfum flest heyrt getið um mjöð, en fáir vita í raun hvað þetta fyrirbæri er. Oft er hugsunin, „já, mjöður var drukkinn af víkíngunum til forna, þetta hlýtur að vera bjór eða eitthvers konar öl!“, aðrir halda að þetta sé einhvers konar vín, sem er ekki rangt og heldur nær sannleikanum.

Auglýsing

Hvað er þá mjöður?

Mjöður er áfengur drykkur sem bruggaður er úr hunangi, eða hunangsvín. Þó svo að margir vilja halda því fram að þetta geti ekki verið vín þar sem það inniheldur ekki vínber, þá vill ég halda því fram að vín sé fjölbreyttari flokkur og innihaldi meira en áfenga drykki einungis bruggaða úr vínberjum.

Mjaðarbrugg á sér langa sögu sem fer þúsundir ára aftur í tímann og er að finnast í mörgum siðmenningum um heim allan, en leyfar af mjaðarbruggi hafa fundist í Kína, sem eru mörg þúsund ára gamlar (6500-7000 fyrir krist). ær leyfar sem hafa fundist innihéldu lífrænar leyfar af hunangi, hrísgrjónum og öðrum ávöxtum. Þetta er ekki einsdæmi, fundist hafa leyfar um heim allan og hafa vísindamenn gert þá tilgátu að mjöður hafi verið einn af fyrstu áfengu drykkjum sem mannkynið uppgvötaði.

Áfengis innihald mjaðar er yfirleitt á bilinu 4,5%-14%, en auðvitað er þetta undir hverjum og einum komið hve háa prósentu þeir vilja fá úr miðinum. Eins og með cider, þá getur mjöður verið kolsýrður eða ókolsýrður, eftir smekk hvers og eins. Blandan kolsýrist auðvitað í bruggílátinu, en yfirleitt er kolsýran hrærð úr á meðan bruggun stendur því hún hægir á gerjuninni. En þá er t.a.m hægt að bæta við sykri í enda gerjunar og setja svo á þrýstiþolnar flöskur.

Hvað þarf til að brugga mjöð?

Hunang. Ger. Vatn. Það eru þrjú megin innihaldsefnin sem notuð eru í mjaðarbrugg. Hunangið má vera gerilsneytt, en skiptar skoðanir eru á því hvort sé betra. Yfirleitt á sykurinnihaldið að vera í hærri kantinum, þ.e. 1.090-.1.1+.

Það þarf grunnáhöld til víngerðar, s.s. aðal gerjunarílát, hrærur, hævert, brugghreinsiefni, og s. frv.

Það eru skiptar skoðanir hvernig bruggferlinu er háttað. Margir vilja halda því fram að best sé að afgasa (fjarlægja koltvísiringinn úr miðinum) mjöðinn daglega þangað til að 1/3 af sykrinum hefur verið meltur af gerinu, en aðrir segja að hann skuli látinn vera þangað til að mjöðurinn er fullgerjaður. Mín reynsla er sú að, báðar leiðir virka vel, en nánar verður farið út þetta í annarri grein.

Bruggferlið útskýrt

Við gerð mjaðar, þá er ferlið nokkurn veginn það sama og er við víngerð. Áhöld eru hreinsuð, allt þarf að vera svo til sótthreinsað, en það minnkar hættuna á sýkingum. Því næst er hunangið hitað í vatnsbaði í krukkuni svo auðveldara sé að hella því, þá er hunanginu annað hvort helt beint í bruggílát eða í pott til gerilsneyðingu. Ef gerilsneyðing er framkvæmd skal hunangið sitja í potti samblönduðu vatni í 30 mínútur við 71-74°C. Þannig er hægt að eyða öllum gerlum og ger ögnum sem gætu verið í hunanginu. Næst er blandað vatni við hunangið þangað til að til ætluðu sykurinnihaldi er náð, blönduni leyft að kólna og svo er gerinu sáldrað út í. Það er ekki góð hugmynd að sáldra gerinu við hærri hita en 27°C, að gerja við hærra hitastig getur drepið gerilinn, fyrir utan að, við svo hátt hitastig (27°C+), þá getur það valdið aukaefnum svo sem tréspíra og öðrum „fusel“ efnum sem ekki eru æskilegar til drykkju.

Eins og áður kom fram er næsti hluti umdeildur, en það er spurningin hvort afgasa skuli mjöðinn eftir að gerjun hefst. Ég er fylgjandi þessari aðferð og mun því fara aðeins dýpra út í það í annarri grein, en lauslega, þá er hugsunin; Eftir að gerjun hefst er næringu bætt við í þrepum og kolsýran hrærð úr. Næringunni er aðeins bætt við þrisvar, en kolsýran er hrærð úr þangað til að 1/3 af sykurinnihaldi mjaðarins er gerjað, þá byrjar svo kölluð „anaerobic“ gerjun og skal þá mjöðurinn látinn vera.

Þeir sem eru ekki fygljendur þessarar aðferðar segja að sýkingarhætta eykst, áhætta á yfiroxun eykst og að líkurnar á því að mjöðurinn mistakist aukist. Margt af þessu (s.s sýkingarhætta og yfiroxun) eru góðar og gildar áhyggjur, en ég hef ekki enn lent í því.

Þegar gerjun lýkur er bætt við sorbati (eða stabiliser) til  að drepa gerið, og felliefni (s.s. bentoníti) til að tæra mjöðinn. Er hann þá látinn sitja þangað til hann er tær og er þá settur á flöskur. Mjöðurinn er tilbúinn til drykkju og/eða öldrunar!

Eftirorð

Mjaðarbrugg er alls ekki nákvæm vísindi og flestir heimabruggarar hafa sínar eigin aðferðir og reglur við að brugga mjöð. Þegar allt kemur til alls, þá eru brugg aðferðir hvers og eins undir því komnar hvað virkar best fyrir hvern og einn. Í komandi greinum, mun ég fara nánar út í mjaðartegundir, uppskriftir, aðferðafræði og sérgrein verður um afgösun, og hvort er best að sleppa því eður ei. Gleðilegar bruggstundir!
Image and video hosting by TinyPic

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt