Hvernig á að halda flösku deilir eða, Bottle share

0
226

Flösku deilir er eitthvað sem allir ættu að prófa í það minnsta einu sinni, ekki aðeins er þetta einstök leið til að finna og prófa nýja bjóra, þetta er líka frábær afsökuna (ef einhver þarf afsökun) til að koma saman vinahópum eða ættingjum.

Hér að neðan mun ég fara yfir hvernig hægt er að skipuleggja flösku deilir, þetta er að sjálfsögðu bara viðmið, hver og einn getur og á að setja sinn brag á viðburðinn.

En hvað gott að hafa í huga þegar verið er að skipuleggja flösku deilir?

1. Til að byrja með

Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga þegar verið er að skipuleggja slíkan hitting, góð byrjun væri að byrja á að lesa greinina, Bjór smökkun, þar fer ég yfir helstu ástæður þess afhverju við smökkum bjór og hvernig á að smakka bjór. Það er svo gott að hafa eitthvað til að hreinsa bragðlaukana á milli bjóra og er þá gott að hafa smá snakk við hendina, t.d. te kex, salt stangir, salt kringlur, eitthvað sem er ekki of feitt og getur hreinsað inn á milli. Það er svo ekki óvitlaust að vera með í það minnsta 3 glös og hafa eitt af glösunum með vatni sem önnur leið til að hreinsa bragðlaukana inn á milli, kanna af vatni er svo gott að hafa við höndina ásamt sump íláti sem hægt er að spíta í og/eða henda bjór sem er e.t.v ekki að slá í gegn, en við auðvitað kvetjum alla til að gefa einhverjum öðrum bjórinn, ekki láta bjór fara til spillis ef hægt er að komast hjá þvi.

Það er svo gott að hafa kælibox, ískáp eða eitthvað til að halda bjórunum við rétt hitastig, en ath, sumir bjórar er ekki hægt að fá rétta mynd af nema við rétt hitastig, því er gott að lesa greinina sem ég benti á hér að ofan.

Það er svo enginn flösku deilir nema það sé fólk á staðnum. Við mælum ekki með að það séu fleiri en 7 – 8, ef það er meira fólk en það, þá verður þess mun erfiðara að halda utan um hittinginn. 2 -3 flöskur/dósir af bjór eru svo fyrna nóg per gest.

Svo er gott að hafa eitthvað til að skjalfesta bjórana sem eru smakkaðir, við höfum fullkomin tól til þess sem má finna hér, en svo er líka alltaf hægt að deila með okkur hérna á Bjórspjallinu. Ég fer svo nánar út í hvernig hægt er að haga þessu hér að neðan.

2. Hafðu þetta einfalt

Ok, þá ertu komin/n með grunninn, nú er komið að hvernig bjóra þú vilt hafa. Gott er að velja einhvern stíl, eða þemu. Það er gott og blessað að vera með mismunandi bjóra en, ekki nema þú sért kominn djúpt í bjórmenninguna og þekkir vel til, veist hvernig stílarnir eru og hvað má búast við, þá verður þetta aldrei meira en bland í poka og þú hefur ekkert til að bera saman, en það er líka allt í lagi ef þetta á að vera afslappað, gæti jafnvel hitt á einhvern bjór/stíl sem opnar nýjar víddir fyrir þér?

Viljir þú hins vegar hafa stjórn á smökkunini, þá er mjög gott að velja einhvern stíl, t.d IPA. Til að vita hvað á að miða við, þá þarf að finna einn IPA sem þykir gott viðmið, er sem sé almennt viðtekinn sem dæmigerður IPA og nota það sem viðmið kvöldsins, lestu þér smá til um stílinn/bjórinn og byrjaðu á þeim bjór, segðu við alla „þessi IPA munum við fara eftir, hann mun vera okkar viðmið í smökkuninni“. Þegar búið er að setja viðmiðið, þá verður auðveldara að smakka hina bjórana, þá er búið að draga línuna fyrir viðburðinn. Ath þó, þetta er eingöngu viðmið, ekki eitthvað heilagt til að fara eftir, þetta getur hjálpað með að skýra línurnar og vita nokkurn veginn hvað á að fara eftir, við mælum auvðitað með að fólk lesi sér til um stílinn sem á að smakka og hafir smá hugmynd um hvað má búast við.

3. Kynntu þér viðfangsefnið

Ef við höldum okkur við IPA. Leitaðu eftir upplýsingum um IPA, þá er gott að leita eftir á netinu (eða bók ef þú ert svo heppin/n að eiga bók um bjór stíla) og lesa sér aðeins til um þennan stíl, hvernig bjórinn á að líta út, alkóhól, ilmur, bragð og s.frv, þú getur einfaldað þetta með því að kíkja í það minnsta inn á Wikipedia greinina um IPA.

Því næst er að skreppa í Vínbúðina og það kemur fyrir að það séu snillingar að vinna þar sem geta aðstoðað þig með að finna alla þá bjóra sem þig vantar. Ef ekki, þá eru bjórarnir yfirleitt vel merktir og jafnvel ekki vitlaust að skreppa á heimasíðu Vínbúðarinnar og lesa sér til um bjórana þar, það er svo hægt að kíkja inn á vefsíður eins og Ratebeer.com og Beeravatar.com. Þér er svo auðvitað alltaf velkomið að hafa samband við okkur og við munum leiðbeina þér eins best og við getum.

4. Blindsmakk

Til að gera þetta enn skemmtilegra, fáðu gestina til að koma með bjórana í brúnum bréf poka eða eitthvað álíka (nema þennan eina bjór sem átti að vera til viðmiðunar á stílnum) til að hylja hvaða bjór er verið að drekka. Þú sérð svo um að númera bjórana og gestirnir geta skráð svo á smakk blöðin hvað þeim fannst og e.t.v giska á hvaða bjór var smakkaður ef fólk er svo fært. Fáðu svo gestina til að skrá niður hvað því fannst um bjórinn og afhverju.

5. Hvað fannst þér?

Að skrá niður hvað þér fannst um bjórinn er lykil atriði, því þú munnt smakka marga bjóra og þú vilt muna eftir einhverjum bjór sem þér fannst einstaklega góður. Ekki nota öpp eins og Untappd eða önnur öpp, þau eru oftar en ekki gerð í þeim tilgangi að skrá nægilega vel hvað þér fannst og afhverju, frekar en að næla þér í einhver verðlaun fyrir að hafa deilt smá munum um bjórinn, hafðu þetta persónulegt, prentaðu út smakkblöðin sem bent var á hér að ofan eða hafðu e.t.v litlar glósu blokkir og penna sem fólk getur skráð athugasemdir í.

Fáðu svo gestina til að skrá niður allt sem þeim dettur í hug um bjórana sem verið er að smakka, stórt sem smátt, sama hversu klikkað það er.

6. Að lokum

Þegar búið er að smakka alla bjórana, fáðu þá alla til að deila hvað þeim fannst um hvern og einn bjór, eitthvað stutt og lag gott, var fólk hissa á hvað bjórinn var dökkur eða ljós, ilmaði bjórinn vel eða illa, fann fólk eitthvað sérstakt við bjórinn og s.frv

En svo að lokum, þá snýst þetta um að hafa gaman, njóta þess að vera saman. Jafnvel kynnast nýju fólki og hver veit, eignast nýjan uppáhalds bjór og nýja vini.

Njótið vel! 🙂

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt