Hvað Óðinn segir um Bjór…

0
443

Við Íslendingar höfum stælt okkur af því að vera af víkingum komin og hefur bjórmenningin fengið góðan gaum af því. Sum fyrirtæki sem framleiða bjór hafa notað þessa ímynd til að markaðsetja þessa gullnu guða veig, enda stærsti markaðshópurinn fyrir bjór eru karlmenn og karlmannlegasti tíminn sem við vitum um og verið stoltir af er víkinga tíminn. Þegar Háfamál er skoðað má finna nokkur erindi um hvernig fólk á að haga sér í kringum ölið.

 

Auglýsing

Byrði betri
ber-at maður brautu að
en sé manvit mikið.
Vegnest verra
vegur-a hann velli að
en sé ofdrykkja öls.

Í þessu erindi er ofdrykkja fordæmd. Því hún leiðir til þess að menn stjórni ekki geði sínu og geti tapað glóruni. Við hjá Bjórspjalli.is viljum endilega undirstrika þetta. Það er engum til neinnrar ánægju að þurfa að vera með eða vera í kringum fólk sem getur ekki stjórnað sér með áfengi um hönd.

Er-a svo gott
sem gott kveða
öl alda sonum,
því að færra veit
er fleira drekkur
síns til geðs gumi.

Því meira sem að fólk drekkur því mun vitlausari getur það orðið. Þetta eru varnaðar orð sem allir ættu að taka til umhugsunar.

Óminnishegri heitir
sá er yfir öldrum þrumir.
Hann stelur geði guma.
Þess fugls fjöðrum
eg fjötraður vark
í garði Gunnlaðar.

Hérna er talað um gleymskuna sem getur átt það til að verða í veislum sem ölið er við hönd. En þessu samhengi er lýst eins og að fugl hafi tekið minnið og flogið með það burt. Það geta nokkrir „rifjað“ upp sögur sem þeir lenda í „black out“ og allir vita að þetta er ekki skemmtileg upplifun, þó að hún sé e.t.v. gamansöm á köflum.

Ölur eg varð,
varð ofurölvi
að ins fróða Fjalars.
Því er öldur best
að aftur um heimtir
hver sitt geð gumi.

Hérna talar Óðinn um, þegar hann varð ofurölvi hjá Fjalari dverg og vitið hverfur frá mönnum í svoleiðis ástandi, en víman rennur af mönnum þá fá þeir geð sitt aftur. Maður verður sá sami eftir harða drykkju en það má samt vera að maður verður ekki voðalega hress þrátt fyrir það.
Það má sjá að Óðinn veit hvað hann syngur þegar hann fjallar um guða drykkinn. Þó að víkingar hafi stundað mikla drykkju þá hlýddu þeir boðum og siðareglum sem eru í Hávamáli. Við getum því alltaf hugað að máltækinu „allt er gott í hófi“ og stundað skynsamlega neyslu áfengis.

Heimildir;
Hávmál Bjór / mjöður (mjöður er þó ekki bjór, heldur bruggaður úr hunangi og kryddaður).
http://www.flensborg.is/sveinn/Allt/Skrar/Kv%C3%A6%C3%B0i/Havamal.html

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt