Hreinleika brugg félagið (Purity brewing company)

0
520

Purity brew bjórarnir er nýjung hér á íslandi sem við hjá Bjórspjall.is rákum augun í og langaði að smakka. Það verður að viðurkennast að þeir komu okkur skemmtilega á óvart. Þægilegir, en með mikinn karakter og erfitt að falla ekki fyrir þeim. Ég held meir að segja að ég geti sagt að ég hafi loks fundið uppáhalds lagerinn minn á meðal Purity bjórana, eða Lawless og því langaði mig að skrifa smá grein um þetta brugghús og deila hamingjuni.

Saga Purity brew er ekki ýkja löng en þeir hafa svo sannarlega verið önnum kafnir við að brugga framúrskarandi bjóra og ástríða þeirra á cítrus humlum skín vel í gegn í bjórum þeirra. Brugghúsið er staðsett í Warwickshire, sem er í hjarta Bretlands. Þeir Paul Halsey og James Minkin stofnuðu brugghúsið 2005 og 2006, þá verður til fyrsti bjórinn, eða Pure gold og Puru UBU. 2008, bætist við Mad Goose við hópinn, sem er golden ale eða pale ale. Þeir eru mjög stoltir af því að hafa komið sér vel fyrir í músík og list heiminum, taka það sérstaklega fram í sögu brugghússins og taka þátt í ýmsum viðburðum því tengt. 2013/14 bætast svo við bjórarnir Saddle Black, Longhorn IPA og Lawless, er þá komin myndarleg fjölskylda af bjórum sem hafa unnið til margra verðlauna, víðsvegar um heiminn.

Auglýsing
Warwickshire

Þeir bjórar sem eru í boði á Íslandi eru eftirfarandi bjórar

Pure Gold er 4.5% pale ale/blond ale, ferskur með þægilegri beiskju í eftirbragðinu. bruggaður með Maris Otter, Caragold, Caramalt og hveiti malti, humlaður með Pilgrim, Styrian, Hereford Goldings, Styrian Bobek og Citra.
Þeirra lýsing á bjórnum hljóðar svo, “ A sparkling orb, searing through an azure sky and a glass of ‘Pure Gold’ in the hand, worries can wait a while, life is all the better for moments like this.“

Pure UBU er 4.5% sem er hálf síaður. Nafnið er borið fram „OO-BOO“, nefndur eftir hundi sem var góður vinur og passaði upp á leyndarmál þeirra. Amber litaður. Framleiddur úr Maris Otter, Crystal & Black malti, humlaður með Challenger og Cascade. Bjórinn er með einstaklega góða fyllingu, ljúfan karakter og rennur ljúft niður.
Þeirra lýsing á bjórnum, „Pure UBU (pronounced ‘OO-BOO’) is named after our faithful canine friend ‘UBU’, a maverick, brim full of character and the unofficial protector of our secrets.“

Mad Goose er 4.2% pale ale/blond ale, bruggaður með Maris Otter, Caragold og Wheat Malt, humlaður með Hallertau bitur humlum og Cascade og Willamette ilm humlum. Létur kopar litur með flottum humla karakter og sítrus tónum.
Þeirra lýsing á bjórnum hljóðar svo, „Watch out for the Goose, her hiss is far worse than her bite, though she might drive you clucking mad, underneath it all she’s not that bad.“

Longhorn IPA 5% er bruggaður með Maris Otter, Rye, Crystal Rye og Caramalt. humlaður með, Chinook, Galaxy, Northern Brewer, Simcoe. Ljós koparlitaður með flóknum ilm tónum,  grape, furu, ferskjum og suðrænir ávextir, sem leiðir að flóknum ávaxta tónum og góðri beiskju.
Þeirra lýsing á bjórnum, „Longhorn IPA as in expertly brewed craft ale named after the herd of Longhorn Cattle that feed of Purity’s spent grains“

Lawless Lager 4.5%, IBU36,  fylgir Reinheitsgebot lögunum (hreinleika lögunum) í einu og öllu og notar aðeins 4 hráefni sem mátti nota.

Pilsner malt, hveiti malt, Caragold, lager yeast og steinefna ríkt vatn þeirra kemur saman í þessum einstaka bjór og sameinast frábærri blöndu af  Pilgrim, El Dorado og Styrian Goldings humlum.

Bjórinn er svo lageraður í 40 days og þurrhumlaður að auki til ða fá sítrustóna.

Lýsing þeirra á bjórnum, „Lawless respects the rules, just as long as they are our rules! This is brewing with an irreverent, individual mindset“

Saddle Black 5.1% er með góða fyllingu, vel humlaður svart bjór, tileinkaður hjólreiðarfólki. Saddle Black er bruggaður út reyktu, súkkulaði og svart maltichocolate og nýja heims humlum, Chinook and Cascade. Saman skapa þessir humlar flottan lager með ilm af citrus, súkkulaði og espresso.
Þeirra lýsing á bjórnum, „Saddle Black is a gnarly black beer using chinook and cascade hops to help give a full smoky and citrus aroma.“

Einstaklega ferskur og góður bjór sem vert er að skoða. Það er svo við hæfi að enda umfjöllunina á slagorði þeirra;

„brew great beer without prejudice, with a conscience and with a consistency and an attention to detail, which is second to none.“

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt