Hin all svakalega íslenska bjórhátíð Kex hostel!

1
749

Á hverju ári er haldin ein svakalegasta bjórhátíð á Íslandi, eða The Annual Icelandic Beer Festival. Þessi hátið er nú haldin í sjöunda sinn, dagana 22, 23 og 24 febrúar. Þessi hátíð hefur farið vaxandi frá ári til árs og er svo komið að í ár verður eitt af svakalegustu bjórmenningar viðburðum í sögu íslands haldin, þegar yfir (ætla að leyfa mér að segja yfir þar sem það virðist alltaf verið að bætast meira við), 47 brugghús, erlend jafnt sem innlend, koma saman til að kynna bjóra sína. Hér fyrir neðan er svo listinn yfir þau brugghús sem verða á hátíðini;

18th Street Brewery, Aslin Beer Co., Austri, Barr, Beavertown Brewery, Black Project Spontaneous & Wild Ales, Bokkereyder, Borg Brugghús, Brewing Költur, Brewski Beer, Brothers Brewery, BRUS, Civil Society Brewing Co., Cloudwater Brew Co., Collective Arts Brewing, Cycle Brewing, Einstök, Fonta Flora Brewery, de Garde Brewing, Garage Beer Co., Half Acre Beer Company, J. Wakefield Brewing, Járn og Gler / Malbygg, Jón Ríki, KEX Brewing, Lady Brewery, Lamplighter Brewing Co., Lord Hobo Brewing Company, Mantra Artisan Ales, Mikkeller, O/O Brewing, Other Half Brewing Co.People Like Us, Prairie Artisan Ales, Reykjavík Brewing Company, Segull 67, Smiðjan, Speciation Artisan Ales, Surly Brewing Company To Øl, Transient Artisan Ales, Vífilfell, Voodoo Brewing Co., Warpigs, Ægisgarður, Öldur, Ölvisholt, Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Ölverk.

Á þessum lista má sjá mörg af bestu brugghúsum heims, má þar t.d nefna Cycle Brewing sem er í 2 sæti yfir 10 bestu brugghús heims samkvæmt Ratebeer (sjá listann hér), Cloudwater brewery sem er í 5 sæti á listanum, de Garde Brewing er nr 7 og seinast en ekki sýst, Other Half Brewing, sem er nr 10 á listanum. Ef eitthvað má marka þennan lista, þá er óhætt að segja að, hér sé á ferð elíta brugghúsa heimsins og væri því alger fásinna að láta slíkt framhjá sér fara.

En það skildi ekki gleyma íslensku brugghúsnum, því það eru engir eftirbátar þar á ferð, verður t.d Austri sem er nýtt brugghús að austann. Borg Brugghús sem hefur unnið til fjölda glæsilegra alþjólegra verðlauna og eru sífelt að vinna að skemmtilegum samstarfsverekefnum með brugghúsum víðsvegar um heiminn. Brothers Brewery sem er að gera ótrúlega flotta hluti, hafa t.d verið að gera mörg flott samstarfsverkefni með Borg Brugghús og ég er nokkuð viss um að við munum sjá þá skjóta hratt upp á stjörnu himininn áður en langt um líður. Einstök er svo eitthvað sem flestir kannast við. Malbygg, Jón Ríki, Kex Brewing, Lady Brewvery sem er nýtt farand brugghús sem er að gera mjög spennandi hluti, Reykjavík Brewing company (RVK Brewing co), Segull 67, Smiðjan, Víking (Vífilfell), Ægisgarður sem heldur utan um tilrauna og örbrugghús Vífilfells, Öldur, Ölvisholt, Ölgerðin Egill skallagrímsson og Ölverk sem við heimsóttum ekki fyrir svo löngu og fengum að smakka hreint út sagt, æðislega bjóra og pizzur með – „Sunnudagsbíltúr“ í ölverk, Hveragerði. Nokkur þessara brugghúsa eru ekki einu sinni búin að opna og eru því mörg hver að sýna bjórana sína í fyrsta sinn, það er því mikilvægt að mæta og smakka nýjustu bjórana. Fyrir þau sem hafa áhuga, þá skrifaði ég grein ekki fyrir svo alls löngu um nýju brugghúsin á Íslandi og er að finna þar sögu margra þeirra brugghúsa sem munu verða á hátíðini í ár – Nýr Jeppi eða örbrugghús.

Er þessi hátíð meðal annars haldin til að fagna því að, 1 mars 1989, þá var 74 ára bjór banni aflétt og landinn gat loksins sötrað bjór aftur. Segja mér fróðir menn að þegar banninu var aflétt, þá varð allt vitlaust og margir héldu því fram að nú væri endalok siðmenningarinnar loks komin og eintóm drykku- og villi mennska tæki við, en svo varð ekki. Þess í stað, þá hefur bjórmenningin farið batnandi með hverju árinu síðan þá og varð enn betri þegar Bruggsmiðjan (Kaldi) á Árskógssandi opnaði 2007 og braut þar með blað í sögu bjórmenningar á íslandi með opnun smá brugghúss (micro brewery). Upp frá því, hafa opnað og eru enn að opna, smá og ör brugghús víðsvegar um landið auk þess, eru fjöldinn allur af heildsölum að flytja inn stórglæsilegt úrval af bjórum víðsvegar að úr heiminum.

Við hér á Bjórspjall.is munum auðvitað ekki láta okkur vanta og munum mæta á viðburðinn og reyna okkar besta að tjá okkur um hvernig viðburðurinn er frá degi til dags, ásamt að birta myndir frá hátíðini. Fylgist því grant með þegar nær dregur og endilega verslið miða og takið þátt, því hér er á ferð einn af glæsilegri bjórmenningar viðburðum ársins sem enginn bjór nörd eða bjór áhugamanneskja má láta framhjá sér fara!

1 athugasemd

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt