Hin all svakalega íslenska bjórhátíð – Dagur 1 og 3

0
498

Eins og lofað var, þá ætlaði ég að fjalla um bjórhátiðina. Nú er hátíðin komin og farin, náði reyndar ekki að mæta alla dagana vegna veðurs en náði þó fyrsta deginum og loka deginum.

Eins og áður sagði, þá spilaði veðrið stóran part fyrir mig í hátíðini, en sem betur fer þá hafði það ekki mikil áhrif á hátíðina, enda vel sótt og vill ég meina að hafi tekist með eindæmum vel.

Það skal tekið fram að ég hef ekki mætt á Íslensku bjórhátíðina í nokkurn tíma og er þetta því í „fyrsta“ skiptið sem ég mæti á stærri samkomu hjá þeim, þ.e.a.s seinast þegar ég mætti, þá var nóg að halda hátíðina á 2 hæð Kex hostel en nú er hátíðin orðin það stór að þeir hafa brugðið á það ráð að nýta 2 hæðir, enda fjöldinn allur af frábærum brugghúsum að kynna, sjá listann hér.

Fyrsti dagurinn varð frekar erfiður, enda munaði minnstu að ég hefði ekki getað mætt vegna veðurs, ég þarf víst að taka veðrið í reikninginn þar sem ég bý í Reykjanesbæ, en það rofaði sem betur fer og tókst mér að komast á opnunar daginn.

Til að einfalda hlutina, þá má segja að salurinn hafi skipst upp í tvær „álmur“ á fyrstu hæðini, vinstra meginn og hægra megin og svo 2 hæðin.  Þar sem ég kom inn um aðal innganginn, þá varð ég að rölta mér í gegnum salinn (Hægra meginn) til að fá glas, þar stóð Beljandi mér næst og ákvað ég að smakka dásamlegan porter hjá þeim og pale ale í kjölfarið. Eftir smá spjall við bruggmeistar Beljanda, þá ákvað ég að ráfa yfir í hinn endan á húsinu (vinstri álmuna) og skoða hvað væri í boði þar. Er óhætt að segja að þar tók á móti manni ótrúlega flott brugghús og farandbruggarar, það kom skemmtilega á óvart að flugfélag var að kynna bjór á hátíðini í ár, eða Wowair, höfðu þau látið brugga fyrir sig léttan lager sem var alls ekki af verri endanum. Lady Brewery var næst í röðini með First lady á krana, bjór sem ég hafði ætlað mér að smakka í langan tíma en því miður ekki komist í að smakka (var ég búinn að minnast á að ég bý í Reykjanesbæ, nei… ok… ég bý þar, ekki beinlínis skemmtilegasti staðurinn til að búa á ef maður vill svala bjór nördanum.. hrrrumph…). Aslin Brew company var ekki beinlínis næst í röðini en forvitnin varð mér yfirsterkari og fann ég þar einn af æðislegustu TIPA hátíðarinnar. Black project kom því næst með æðislegt tunnuþroskað súr öl. Það er óhætt að segja að ég gæti haldið hverja lofræðuna á fætur annari en það myndi verða frekar þurr grein þegar á endann væri litið, er því óhætt að segja að ég hafi fundið dásamlega bjóra hjá æðislegum brugghúsum eins og Ölverk , Cycle brewing, Malbygg, Austri, Ölvisholt, Mantra Artisan Ales, OO Brewery, Öldur brugghús (þar sem við smökkuðum einn besta Mjöð sem ég hef smakkað í langan tíma), Warpig, Ör farandbrugghús, svo fátt eitt sé nefnt, hreint út stórkostlegir bjórar! Er óhætt að segja að ég náði ekki að smakka næstum því allt sem ég vildi á fyrsta deginum, enda nóg á að taka og hátíðin rétt að byrja, best að kunna sér hóf.

Annar dagurinn fór því miður í að bjórsmakk heimafyrir þar sem veðrið varð heldur leiðinlegt við mig, það væri því gaman að heyra frá þeim sem fóru á öðrum degi hátíðarinnar hér í spjallinu að neðan.

Þriðji dagurinn var engu síðri en fyrri dagurinn. Nýjir bjórar flæddu úr dælunum og voru smakkaðir æðislegir tunnuþroskaðir stout yfir í dýrindis IPA og súröl. Það einkenndi hátíðina hversu stórir og miklir bjórar voru í boði og hversu gífurlega miklir hæfileikar eru á bak við hvern og einn bjór. Það verður að segjast að, íslensku brugghúsin búa yfir ótrúlegum hæfileikum en ég verð að segja að uppáhalds brugghúsið mitt hafi verið Mantra Artisan Ales og mun ég því á næstuni skrifa grein um þetta flotta brugghús.

Það verður að segjast að, það var æðislegt að sjá hversu mörg flott innlend sem erlend brugghús voru til í að taka þátt, en ég saknaði þó Bruggsmiðjunar og Steðja, hefði mikið vilja sjá þau kynna bjórana sína á hátíðini. Ég vona að ég sjái þau að ári liðnu enda verður mikið um að vera á næsta ári, 30 ár liðin frá því að bjór var aftur leyfður á Íslandi.

Það var mjög fróðlegt að spjalla við erlendu brugghúsin og fá þeirra álit á hátíðini. Þau voru einstaklega jákvæð og áhugasöm um hátíðina og ekkert sjálfsagðara en að koma og kynna. Er óhætt að segja að það er stórkostlegt að fá að upplifa slíkan áhuga og það hefur gífurlega jákvæð áhrif á bjórmenninguna hérna á íslandi!

Það er óhætt að segja að það voru annsi margir básar til að velja úr, ekki aðeins bjór, heldur var einnig verið að kynna ýmsan mat og nammi, t.d hrikalega gott söl sem Lady Brewery buðu upp á með bjórnum sínum. Omnom var líka á staðnum og var því hægt að taka smá súkkulaði próf með öllum æðislegu stoutunum sem voru í boði. Það var einnig hægt að gæða sér á ostum og pylsum með bjórnum, þetta var því ein alsherja veisla fyrir bragðlaukana og er erfitt að ýminda sér að einhver hafi verið vonsvikinn, mig langar að fullyrða að allir hafi án efa fundið eitthvað við sitt hæfi.

Einnig var verið að kynna athyglisverða bók sem á að koma út 1 mars, þessi bók mun án efa kynnda undir heimabrugg nördum landsins á næstuni.

Hver er svo niðurstaðan. Jú, það er óhætt að segja að þessi hátíð hafi verið Hin all svakalega íslenska bjórhátíð, vel þess virði að versla sér miða þó það væri jafnvel bara einn dagur. Fyrir mitt leiti, þá mæli ég eindregið með þessari hátíð fyrir þá sem vilja kynna sér bjórmenninguna og eru fáir staðir á Íslandi jafnvel í stakk búnir eins og Kex hostel og Hin íslenska bjórhátíð til að kynnda all svakalega undir áhuga fólki um bjór jafnt sem nýliðum.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt