Skilmálar

Reglur / fyrirvarar Bjórspjall.com;

Aldursmörk;

Til að skoða Bjórspjall.com, þá þarf viðkomandi að hafa náð tilskyldum aldri til að neyta áfengis. Þetta á við allt efni sem er á Bjórspjall.com.

Ábyrgð;

Við tökum ekki neina ábyrgð á því hvernig þú nýtir þér þær upplýsingar sem eru á Bjórspjall.com, enda aðeins ætlað til að fræða og/eða til skemmtunar.

Höfundaréttur;

Ef á að nota eitthvað af efni sem finnst inn á Bjórspjall.com, hvort sem það er að afrita, dreifa, þýða og s.frv. þá þarf að hafa samband og fá leyfi þar sem, ekki allar greinar eru eftir okkur (eigendur Bjórspjall.com) og því gætu gilt aðrar forsendur fyrir því að  nota þær greinar sem finnast á Bjórspjall.com í áðurnefndum tilgangi. Við erum þó opnir fyrir því að leyfa öllum að afrita, dreifa, þýða og s.frv. það efni sem við höfum skrifað svo langt sem það er tekið fram hvaðan efnið kom og hver sé höfundur þess. Við leyfum þó ekki að það sé reynt að græða á því efni sem við höfum skrifað / hannað, nema í samráði við okkur.

Umræður inn á Bjórspjall.com;

Númer 1, 2 og 3, sína öðrum virðingu, nærgætni skal höfð í nærveru sálar, er ágætis lýsing á hvernig á að hegða sér þegar verið er að taka þátt í einhverri umræðu og eða verið er að búa til nýtt efni.
Við áskiljum okkur rétt til að eyða út umfjöllunum, greinum og banna þá sem ekki kunna að koma vel fram og eru með meiðyrði, kynþáttafordóma og eða hvað svo sem telst ekki til almennar skynsemi.

Ef um ólöglegt athæfi er að ræða sem getur varðað við lög, þá áskiljum við okkur rétt til að tilkynna það til lögreglu og eða hjálpa til við rannsókn mála sem kunna að koma upp.

Hver og einn ber svo ábyrgð á því sem viðkomandi birtir á Bjórspjall.com, við auðvitað áskiljum okkur rétt til að taka út allt ósiðsamlegt efni. Ef einhver ósætti koma upp um efni inn á bjórspjall.com  þá má tilkynna það í gegnum hafa samband.

Vinsamlegast ekki auglýsa vörur og annað í umræðum, hægt að kaupa auglýsinga pláss fyrir lítið eða semja um einhver skipti.

Gesta blog

Við bjóðum alla velkomna sem vilja skrifa gesta greinar fyrir Bjórspjallið. Við áskiljum okkur rétt til að birta það efni sem er sent á okkur og gefum okkur að við höfum fullt leyfi til að deila því efni eftir því sem við á, hvort sem það er á Bjórspjallið, félagsmiðla sem og aðra miðla sem við teljum að gæti gagnast Bjórspjallinu sem og höfundi greinar vel.

Við gefum okkur einnig leyfi til að breyta og bæta greinar, t.d leiðrétta texta, umorða ef orðalag er ábótavant, taka út ef höfundur kann sig ekki og er með fúkkyrði, leiðrétta stikkorð, setja í rétta málaflokka, breyta og/eða bæta stikklu (útdrátt) úr greininni svo greinin fái notið sín betur á Bjórspjallinu sem og öðrum miðlum sem greininn gæti birst á, hér er eingöngu átt við minniháttar breytingar. Við tökum ekki að okkur að umskrifa greinar né neitt stórvægilegt sem gæti talist sem nýskrif.

Öll skrif sem deild eru með Bjórspjall, verða að vera innan siðlegra marka, gæta að mannorði annarra, engin fúkkyrði né annað sem gæti sært fólk. Ef verið er að skrifa umfjöllun um vöru, stað eða hvað svo sem það er, skal ávalt passa að vera ekki með særandi, né niðrandi ummæli.

Höfundur á allan rétt að þeirri grein sem skrifuð er inn á Bjórspjallið. Ef þess er óskað af höfundi að greinin sé tekin út af síðuni og öllum þeim miðlum sem greininni hefur verið deilt á, þá munum við að sjálfsögðu gera það. Verður þá höfundur að senda email á bjorspjall@bjorspjall.com frá því emaili sem höfundur skráði sig fyrir þegar grein var send inn og taka það fram með skýrum tilmælum um að taka greinina/greinarnar niður.

Það er leyfilegt að setja inn tengla inn á aðrar síður, svo sem, Facebook síður ef að gesta bloggarinn vill tengja við sínar síður (auglýsa sig). Gesta bloggari má einnig tengja inn á vörur ef verið er að skrifa um vörur sem gesta bloggari er að skrifa um en það verður að vera tengt bjór og/eða bjórmenningunni og ekkert ósiðlegt.

Vilji gesta bloggari skrifa um viskí, mjöð eða cider, þá er það fullkomlega leyfilegt.

Ef gesta bloggarinn vill skrifa reglulega, þá getur viðkomandi sent inn ósk um varanlegan aðgang að Bjórspjallinu á valli@bjorspjall.com og fengið þá aðgang að mun ítarlegri tólum sem Bjórspjall hefur yfir að ráða.

Ef efnið sem deilt er brýtur landslög, þá gefur Bjórspjall sér allan rétt til að tilkynna það til yfirvalda og/eða aðstoða yfirvöld með rannsókn máls.

Bjórspjall gefur sér allan rétt til að hafna og/eða fjarlægja greinar eða allt það efni sem höfundur/ar hafa sent inn eða sjálfir bætt við á Bjórspjallið án alls fyrirvara.

Heimabrugg;

Þó svo að við kennum inn á hvernig eigi að brugga, þá tökum við ekki ábyrgð á þeim sem taka sér það fyrir hendur, enda er þetta meira ætlað sem fróðleikur. Við kennum ekki hvernig á að brugga landa né sterkt áfengi og eru leiðbeiningar okkar alls ekki ætlaðar í slíkt.

Við minnum svo fólk á að kynna sér gildandi áfengislög og fara eftir þeim eftir því sem við á. Við styðjum ekki sölu á heimagerðu áfengi og mælum með að fólk sem verður þess vart, að tilkynna slíkt til lögreglu!

Eigendur Bjórspjall.com áskilja sér rétt til að breyta þessum reglum eftir því sem við á. Þessar reglur eru settar með fyrirvara um stafsetningarvillur.

Allir þeir sem lesa greinar, setja inn umfjöllun, greinar og eða tjá sig á einhvern hátt inn á Bjórspjall.com samþykkja sjálfkrafa þessar reglur, sama þó viðkomandi hafi lesið þær eður ei, enda er það á ábyrgð hvers og eins að kynna sér þær reglur sem eru í gildi hverju sinni.

Persónuupplýsingar;
Bjórspjall.com deilir ekki persónuupplýsingum með þriðja aðila nema til yfirvalda ef um rannsókn er að ræða og/eða tilkynna lögbrot til yfirvalda ef svo ber við. Bjórspjall.com gæti þó nýtt póstlista sína til að auglýsa vörur en það felur engan veginn í sér að netföngum verði deilt til þriðja aðila né aðrar persónu upplýsingar. Við kunnum að geyma upplýsingar um notendur sem koma í gegnum síðu okkar með svo kölluðum „cookies“, sjá hér að neðan upplýsingar um vafrakökur eða „cookies“.

Skilmálar Bjórspjall.com um notkun á vafrakökum („cookies“)
1. Hvað eru vafrakökur?
Vafrakökur eru agnarsmáar textaskrár sem eru geymdir í vafraranum þínum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsíðna, til greiningar á notkun vefsíðna og til að beina auglýsingum til ákveðinna hópa eða einstaklinga. Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.

2. Notkun Bjórspjall.com á kökum
Með því að samþykkja skilmála Bjórspjall.com um notkun á vafrakökum er Bjórspjall.com m.a. veitt heimild til þess að:

bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
að birta notendum auglýsingar
Bjórspjall.com notar einnig þjónustur frá þriðja aðila til að greina umferð um vefinn, mæla virkni auglýsinga og til að birta gestum sérsniðnar auglýsingar. Til dæmis má nefna Google Analytics frá Google og Facebook Pixel frá Facebook. Analytics og Pixel safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics og Facebook Pixels notar sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Á grundvelli þess áskilur Bjórspjall.com sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi þessara þriðju aðila.

3. Geymslutími
Kökur frá Bjórspjall.com eru geymdar í allt að 24 mánuði frá því að notandi heimsækir vefsvæði Bjórspjall.com.

4. Slökkva á notkun á kökum
Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vafrann sinn þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni og getur haft neikvæð áhrif á heildarvirkni.
Leiðbeiningar um hvernig megi slökkva á kökum eða breyta stillingum um vafrakökur má finna á vefsíðu þíns vafra eða www.allaboutcookies.org.

5. Meðferð Bjórspjall.com á persónuupplýsingum
Persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á vafrakökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Bjórspjall.com lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir nema með yfirlýstu samþykki og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.

Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.

Tölvupóstsamksipti

Tölvupóstur sem aðilar tengdir Bjórspjall.com sendir frá sér getur verið trúnaðarmál aðeins ætlaður þeim sem hann er sendur til. Öll önnur notkun er óheimil og vísast til 5. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003.

E-mail from members of Bjórspjall.com may contain confidential information only intended for the addressee. If you are not the intended recipient of this e-mail please advise the sender and delete it from your system without making a copy or duplicate of any kind.

Skráning á póstlista
Með skráningu á póstlista munum við vista uppgefnar upplýsingar um nafn þitt og/eða netfang. Upplýsingarnar verða einungis nýttar til að senda þér fréttabréf ásamt tilboðum og/eða öðrum þjónustum. Upplýsingarnar eru vistaðar á meðan skráning á póstlistann er virk en ávallt er hægt að afskrá sig af póstlistanum og þá mun öllum persónugreinanlegum upplýsingum verða eytt.

Skilmálarnir í heild sinni;

VIð áskiljum okkur rétt til að breyta þessum skilmálum án fyrirvara og án þess að tilkynna sérstaklega. Það er upp á hverjum og einum að lesa skilmálana þegar komið er inn á Bjórspjall.com. Þessir skilmálar eru birtir með fyrirvara um stafsetningavillur.

Samþykkt skilmálana;

Með því að lesa og/eða nýta þá þjónustu sem Bjórspjall.com býður upp á, þá samþykkir þú þessa skilmála í einu og öllu.

Privacy Policy

Privacy Policy Updates

We may update this Privacy Policy from time to time as we add new products and apps, as we improve our current offerings and as technologies and laws change. You can determine when this Privacy Policy was last revised by referring to the “Last updated” legend at the top of this page. Any changes will become effective upon our posting of the revised Privacy Policy.

We will provide notice to you if these changes are material and, where required by applicable law, we will obtain your consent. This notice will be provided by email or by posting notice of the changes on the Bjorspjall.com websites and apps that link to this Privacy Policy.

Retention of Personal Data

We will retain your personal data as long as your Bjorspjall.com account is considered to be active. In addition, see below under “Your Rights” for a description of your right of erasure.

Data Controller and Data Protection Officer

Your personal data collected by Bjorspjall.com is controlled by Bjorspjall.com. Bjorspjall.com Data Protection Officer is can be reached by email at bjorspjall@bjorspjall.com.

Your Rights

If you reside in the European Union, you have the right under the General Data Protection Regulation to request from Bjorspjall.com access to and rectification or erasure of your personal data, data portability, restriction of processing of your personal data, the right to object to processing of your personal data, and the right to lodge a complaint with a supervisory authority. If you reside outside of the European Union, you may have similar rights under your local laws.

To request access to or rectification, portability or erasure of your personal data, or to delete your Bjorspjall.com account, contact us at bjorspjall@bjorspjall.com

If you live in the European Union and you wish to exercise your right to restriction of processing or your right to object to processing, contact our Data Protection Officer by email at bjorspjall@bjorspjall.com. If you do not live in the European Union but you believe you have a right to restriction of processing or a right to object to processing under your local laws, please contact Bjorspjall.com at bjorspjall@bjorspjall.com.