Bjórspjall er eign tveggja áhugamanna um bjór. Tilgangur síðunar er fyrst og fremst að fjalla um áhugamálin okkar og reyna að fræða, jafnt sem skemmta þeim sem koma inn á síðuna. Viljum við nota tækifærið og benda fólki á að við erum ekki að auglýsa áfengi, við erum að fræða fólk, hjálpa til við að skapa bjórmenningu sem er mjög rík í löndum í kringum okkur og er nú í blússandi uppsveiflu hér á Íslandi og viljum við eftir fremsta megni gera það sem við getum til að hjálpa til í bjórmenninguni. Viljum við með þessu meina, að með betri skilningi á þessari gullnu veig, þá muni neytandinn kunna að meta bjórinn og njóta hans frekar í hófi.

Nafn: Valberg Már Öfjörð
Netfang: valli [hjá] bjorspjall.com
Staða: Vefstjóri og bjór snobbari með meiru, en annars ágætis náungi.
Bjór Menntun: Cicerone Certified Beer Server.

 

 

Nafn: Erling þór Erlingsson
Menntun: Viðskipta og Hagfræði nemi / Matreiðslunemi
Staða: Fluttur á betri slóðir, smakkar flotta bjóra í Norge.

Hugmyndin að merki / logo Bjórspjall.is á Hjalti Parelius Finnsson, sem er ekki aðeins góður vinur okkar heldur mjög góður listamaður og var hann fenginn til liðs við okkur, hannaði hann þetta skemmtilega merki fyrir síðuna og kunnum við honum miklar þakkir fyrir! Hér er svo heimasíðan hans sem vilja skoða listaverkin hans.

Við héldum (að við teljum) fyrstu bjórhátíðina á íslandi, eða Hátíð bjórsins. Var hátíðin haldin 30 apríl, 2011. Sama þetta ár var svo haldin Bjórseturs hátíðin á Hólum í September.

Logoið hér til hægri hannaði lista konan Arna Dögg Tómasdóttir.

Við bendum svo á að lesa reglur Bjórspjall.is.