Heimabruggkeppni Fágunar

1
341

Laugardaginn 2. apríl, fengum við þann heiður að taka þátt í að dæma í heimabruggkeppni Fágunar. Er þessi keppni án efa, sú stærsta sem haldin er á landinu ár hvert. Þeir sem dæma þessa keppni eru ekki af verri endanum, þar sem margir af færustu bruggmeisturum landsins frá brugghúsum eins og Ölvisholt, Ölgerðinni / Borg brugghús og Mjöð Ehf, leiddu hesta sína saman og gerðu þessa keppni einstaklega skemmtilega og fræðandi. Er óhætt að segja að þetta hafi verið okkur ómetanleg reynsla og á Fágun skilið miklar þakkir fyrir að hafa gefið okkur tækifæri til að taka þátt.

Við verðum þó að viðurkenna að við gerðum okkur ekki alveg fyllilega grein fyrir hversu stór þessi keppni er í raun, né hversu ótrúlegir hæfileikar heimabruggarar búa yfir (vissum að hægt væri að búa til mjög góðan bjór en…), það er óhætt að segja að, margir bjórarnir sem við smökkuðum, voru ekkert síðri en margir af betri bjórum heims. Þetta árið voru margir að reyna mest megnis við APA og eða IPA, en inn á milli komu stílar eins og blond, Boch, Triple, Belgian strong og svo mætti lengi telja.

Auglýsing

Við vorum 10 að dæma og voru um 52 bjórar í keppninni í ár. Þetta var nokkuð drjúgt verk, enda tók það næstum 6 klst að klára. Af þessum 52 bjórum, komast 10 bjórar áfram og verður því úrslita kvöldið, laugardaginn 9. apríl. Það er líka partur af dómgæsluni, að fá óreynda / amatör dómara í bland við fagmenn, til að gefa sem fjölbreyttasta álit á þeim bjórum sem var verið að dæma, þar sem þetta er jú, heimabrugg keppni og því ekki atvinnu fagmenn um að ræða, heldur eðal brugg nörda sem margir hverjir eru ótrulegum hæfileikum gæddir að er við komumst að í þessari dómgæslu.

Við kvetjum svo alla til að fylgjast með á Fágun.is og fyrir þá sem hafa áhuga á að keppa í þessari keppni að ári liðnu, þá er um að gera að byrja á því að gerast meðlimur hjá Fágun og byrja að búa til uppskrift og brugga. Ekki slæmt að fá álit fremstu bruggmeistara landsins og hver veit nema það verði upphafið af nýjum bjór á markaðinn.

1 athugasemd

  1. Jæja, þá er heimabrugg keppnin á enda og voru úrslitin gerð kunn í gær (9.4.2011). Hægt er að lesa nánar um úrslitin á síðu Fágun Það er óhætt að segja að það sé mjög svo líflegt áhugamanna samfélag hjá Fágun og var það einstaklega skemmtilegt að fá að taka þátt í kvöldinu með þeim, við hvetjum svo alla sem hafa áhuga á að brugga bjór og eða langar að prófa, endilega að skrá sig í Fágun og taka e.t.v. þátt að ári liðnu.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt