Hátíð Bjórsins 2014

0
288

hatidbjorsinsHátíð bjórsins er árlegur viðburður sem Bjórspjall heldur og var viðburðurinn haldinn í þriðja sinn 2014. Var hátíðin hýst í hinu glæsilega húsnæði Officera klúbbsins, Ásbrú, Reykjanesbæ, laugardaginn, 24 maí.

Hátíðin hefur það að markmiði að stuðla að bættri bjórmenningu, kynna fólki fyrir bjórnum og sýna að bjór er alls ekki bara bjór. Voru kynntir um 30 tegundir af bjór á hátíðini í ár

Auglýsing

Við bættum um betur þetta árið og pöruðum mat með bjórnum og stóð Matviss/Bjórviss þar að baki. Bjórsafn Íslands mætti á staðinn með hrikalega flott safn af íslenskum bjórum, það eitt var vel þess virði til að mæta á hátíðina. Menu4u bauð svo upp á dýrindis matseðil sem gestir hátíðarinnar gæddu sér á eftir bjórsmökkunina. Við buðum svo upp á lifandi tónlist ásamt flottu úrvali af bjórum til sölu það sem eftir lifði kvöldsins og tók Menu4u á skarið og bauð upp á 5 í fötu þar sem bjórarnir voru valdir af handahófi, einn af hverri sort sem vakti mikla hrifningu.

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem komu að þessari hátíð með okkur, sérstaklega, Menu4u (og öllu frábæra starfsfólkinu sem stóð sig með endæmum vel!),Öllum brugghúsnum og heildsölunum sem komu með bjóra í kynninguna. Bjórviss, Bjórsafn Íslands og svo síðast en svo sannarlega ekki síst, gestum hátíðarinnar fyrir að koma og deila þessu með okkur.

Við vonum að allir hafi skemmt sér vel og séu þess mun fróðari um bjórinn.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt