Harboe Siden 1883 – Harboes bryggeri

0
276

Muninn

Hausinn er 2 puttar ljós, rjómalagaður og stuttur
Nefið er brennt malt, smá súrhey
Body er svart en þó gegnsær
Smakkast af mjög sætu brendu malti, afskaplega sætur, einhver sá sykraðasti sem ég hef smakkað hinagað til. Beiskja í lágmarki en hay humlar í hámarki, sem og allt of mikill sykur sem yfirgnæfir allt.
Eftirbragð er sætt, hey malt sætan hangir í eftirbragði
Lítil olía og hverfandi blúnda
Áferðin er ágæt, fer vel í munni
Venjan er að mínu mati ekki góð, of mikil sæta sér um það.
Þetta er eina flaskan sem ég hef séð frá Harboe bryghus sem selur flöskuna í hillunni, tappinn er þó ódýrari en ódýrt.
APV er 5%
Í heildina bjóst ég ekki við neinu frá þessum, þar sem Harboe er ekki hátt skrifað brugghús í mínum huga. Samt bjóst ég við að þessi væri yfir meðallagi.Samt sem áður varð ég fyrir vonbrigðum með hann og er hann að mínu mati langt undir meðallagi og telur þar allt of mikil og yfirgnæfandi sæta.
Þori varla að segja það en ég mæli með þessum sem konubjór, í staðin fyrir cider.
Einkunn 25 af 100

Auglýsing

Huginn‎

Góður tveggja fingra haus. Nokkuð ljós og snöggur. Lítil og snögg blúnda, hangir þó.
Nefið er brennt malt og súrt hey.
Uppbygging er nokkuð dökk, rauðir tónar ná í gegn. Hann er meðalþunnur og koltvísíringur er í lágmarki, virkar frekar flatur frá byrjun og verður alveg flatur.
Mikið og sætt maltbragð og tónar af súkkulaði. Sætan skyggir á svo mikið af bragðinu að erfitt er að finna nokkuð annað.
Flaskan er þó það flott og klassísk að maður kaupir hann af hillunni.
Flaskan fær 65 af 100.
Þessi bjór er ALLT of sætur fyrir minn smekk, verður ekki keyptur aftur.
Ég gef þessum 15 af 100 í einkunn.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt