Harboe Årgangsbryg 2011

0
246

Huginn

Hausinn eru rúmir tveir fingur, hvítur og rjómakenndur, hengja er góð. Blúnda er fín með ágætri hengju.
Nefið er ger, humlar og áfengi.
Uppbygging er appelsínu-gyllt. Fylling er ágæt og náladofi er OK.
Bragð er biturt og áfengt, ávextir. Ávextir og áfengi.
Venja er OK.
Harboe Årgangsøl 2011 er áfengur og bitur. Blóm og ávextir eru hér og þar, samt er áfengi nokkuð dóminerandi hérna.
Ég gef þessum 25 af 100.

Auglýsing

Muninn.

Hausinn er um 2 puttar, ljós og rjómakenndur
Body er gyllt og skýjað
Nefið er hey, ger jörð spilar stóra rullu
Smakkast af mikilli jörð, biturleiki, sýróp og áfengi
Eftirbragð er sætir humlar með bitri endingu, áfengi
Þetta eintak er bruggað fyrir ári síðan.
Hann er mjög sterkur en virðist ekki skila sér í miklu áfengisbragði
Nálardofi er mildur og munfylli í meðallagi.
Flott blúnda og mikil hengja í henni
ABV er 10%
Venjan er samt ekki mjög góð, langar ekki í annan
Gef honum 29 af100.

Fyrri greinVestfyen Classic
Næsta greinWiibroe Årgangsøl 2011
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt