Hacker-Pschorr Hefe Weisse

0
269

Muninn

Hausinn er 3 puttar með mikilli hengju og rjómahvítur.
Body er gyllt og mjög skýjað sem er vegna þess að hann er ófilteraður.
Nefið er ger, banani, jafnvel örlítil vanilla. Bragðast af banana og krydd. Fín blúnda.
Venjan er góð
Abv er 5,5
Eftirbragðið er lítið og þá aðallega banani. Flaskan er með endurlokanlegum tappa sem og aðrir frá þessum framleiðanda. Hönnunin á flöskunni er góð og ekta þýsk.
Í einni setningu er þessi bjór bananasplitt í flösku og það virkar fyrir mig. Hann er yfir meðallagi og fær hann 70 af 100 hjá mér

Auglýsing

Huginn

Hausinn eru góðir þrír fingur, mikill rjómi og hengjan er langt yfir meðallagi. Blúndan er mikil og með fínni hengju.
Nefið eru ger, sítrus og hey.
Uppbygging er appelsínu-gyllt og þokukennd. Fylling er í meðallagi. Náladofi er frekar slappur enda freyða þessir bjórar óeðlilega mikið.
Bragð er kanill, bananar og smá beiskja. Eftir bragð er lítið og einkennist af fyrrnefndum brögðum, jafnvel klípu af malti. Verður þó nokkuð mildari neðar í glasinu, þar sem bananabragðið verður hvað mest dóminerandi.
Venja er fín.
Þessi kom nokkuð á óvart, mikið og dóminerandi bananabragð í gegnum allann bjórinn.. minnir óneitanlega á Engel Hefeweizen Dunkel, þó þessi sé áberandi betri.
Ég gef þessum 35 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt