Guinness extra stout

0
231

Muninn ‎

Hausinn er 2 puttar kremaður og flottur.
Body er svart en þó ekki alveg bik svart
nefið er malt, kaffi og súkkulaði
Smakkast af miklu kaffibragði og malti, ber á lakkrís líka með beyskjunni
Eftirbragð er mikið og gott, kaffi og beyskir humlar sem spila aðalhlutverkið hér
Mikil og flott blunda, með góða hengju.
ABV er 4,1% sem er í minna lagi miðað við extra stout.
mikil kolsýra sem minnir óneitanlega á gosdrykk
venjan er fín
Flaskan er sæmileg enda þarf ekkert meira en nafnið á flöskuna, þar sem þetta er líklega þekktasti bjórmerkið í veröldinni.
Tappinn er gerður aðeins fyrir þennan öl, sem er plús.
hann sleppur ofan meðallags en þó ekki mikið meira en það.
fær 55 af 100

Auglýsing

Huginn‎

Hausinn eru tveir fingur, ljós brúnn og rjómakenndur. Blúnda er ágæt með fínni hengju.
Nefið er leður, brennt kaffi og malt. Dökkir ávextir.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum.
Bragð er lítið.. ger og hey, með miklum náladofa og litlu, beisku eftirbragði. Lítil fylling.
Venja er ágæt, enda frekar bragðlaus. Minnir svolítið á stout sem hefur verið þynntur með vatni og bættur með extra koltvísíring.. svona eins og svalandi gosdrykkur.
Þetta er akkurat bjórinn á fótboltaleikinn eða í enska fylleríið.
Þetta er í fyrsta sinn sem að nefið er meira og betra en bragðið, fyrsti sopinn voru mikil vonbrigði.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt