Glacier Fire – Artisan drinks company

0
577

„Glacierfire, er nýtt íslenskt vörumerki í drykkjarvörum sem er að koma á markað á þessu ári. Helstu vörur Glacierfire eru: Vodka, gin, whisky, tonic með 6 bragðefnum, romm, Tequila, vatn í pet og gleri og vatn með bragðefnum, te, kalt kaffi og kombucha drykkur. Kombucha, bragðgóði heilsudrykkurinn sem allir eru að tala um, er gerjað te sem hefur verið drukkið í yfir tvöþúsund ár víða um veröld. Aðaláhersla Glacierfire, verður útflutningur til útlanda og þá næstum allra heimsálfa (fyrir utan Ástralíu), Asíu, Ameríku, Afríku og Evrópu.“

Svo hljóðar lýsingin á nýju fyrirtæki sem sett var á laggirnar 2017 og hafði þá verið í þróun síðan 2015. fyrirtækið sérhæfir sig í „artisane drinks“ sem gæti útlagst sem listfenglegar drykkjarvörur, er þá meiningin að búa til sérhannaða drykkjarvörur sem eru í alla staði einstakar, þ.e.a.s útlit flaskana, innihaldið og s.frv er allt sér valið og hannað sérstaklega fyrir Glacier Fire eins og sést á myndunum hér að neðan. Metnaðurinn er svo enginn smá hjá þeim, enda flytja þeir út íslenskt vatn til Skotlands og Frakklands til að búa til ekta viskí og koníak.

Auglýsing

En Bjórspjall er eins og allir vita, ekki að fjalla um vatn (nema sem hráefni í bjór), né vodka og vakti það því forvitni okkar að þeir eru með 3 tegundir af bjórum. Við fórum auðvitað á stúfana og náðum tali af Glacier Fire og fengum smá smakk frá þeim. Bjórarnir eru sem sé, Lager, Ale og IPA. Lagerinn er nú þegar búinn að slá í gegn með silfur verðlaunum á World Beer Awards 2018, sem er enginn smá skrautfjöður í þeirra hatt. Bjórarnir eru svo bruggaðir af Phillip hjá Steðja sem er, eins og margir glöggir gestir Bjórspjalls vita, menntaður bruggari frá Þýskalandi og hafði þá unnið þar í mörg ár áður en hann kom hingað til Íslands, hann er því mikill reynslubolti í sínu fagi og á að baki marga rosalega flotta og tala nú ekki um, umdeilda bjóra (*hóst* Hvalur 1 og 2).

Lagerinn, sem er 5,1% vol, hefur það skemmtilega og einfalda nafn „Volcania Beer“. Lagerinn er einstaklega ljúfur, hrein palleta og á fyllilega skilið það hrós sem hann fékk á World Beer Awards, en þegar bjórinn var sendur í keppnina, þá var hann enn í vöruþróun og hefur nú verið betrum bættur síðan þá.

Það fylgja svo tveir aðrir bjórar í kjölfarið, vonandi sjáum við þá bera af í World Beer Awards á næstu árum, en þeir heita Volcania Ale, 4,5% vol, hann mun fást í 330 ml flöskum og Volcania IPA, 6,5% vol, hann mun einnig fást í 330 ml flöskum

Umbúðirnar sem bjórarnir koma í eru svo útpældar líka. Á töppunum er sérstakur límmiði sem skiptir um lit þegar bjórinn nær réttu hitastigi, eða undir 3,5°C, þá á bjórinn að vera hæfur til drykkar samkvæmt ráðleggingum frá Glacier Fire. Límmiðinn á flöskunum (og heimasíðuni) sýnir svo vel þekkt merki úr heiðni, eða Valhnútinn, fyrir þau sem hafa áhuga, þá er hægt að lesa sér til um það hér.

Það er óhætt að segja að lýsingarnar eru hver á fætur annari skemmtilegri, enda ítarlegar farið ofan í hvern og einn bjór á heimasíðu þeirra, aðrir mættu taka sér það til fyrirmyndar, enda er alltaf gaman (fyrir bjór nördinn) að kafa ofan í bjórinn sem verið er að smakka og verður að viðurkennast að, mörg brugghús/farand brugghús eru ekki að eyða tíma í það.

Rolf Johansen sér um dreifingu bjórsins á Íslandi, og kemur hann í verslanir ATVR í haust. Hægt er nú þegar að nálgast þá á Bryggjan Brugghús og Íslenski barinn, en biðja verður um þá sérstaklega, þar sem þeir eru ekki komnir í opinberlega í dreifingu.

Fyrir þau sem hafa áhuga, þá er um að gera að kíkja við á heimasíðu þeirra: www.glacierfire.is

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt