„Girnilegur í glasi“

0
267

Koma jólabjórsins er orðin órjúfanlegur partur af jólahaldi Íslendinga sem gera vel við sig á aðventunni. Víking Jólabjórinn hefur undanfarin ár verið mest seldi jólabjór á Íslandi og selst upp á aðventunni.

Jólabjórar eiga sér sögu aftur til loka fyrri heimsstyrjaldarinnar en Víking Jólabjórinn var fyrst framleiddur árið 1990. Hann er í svokölluðum Vienna stíl sem þróaður var af Austurríkismanninum Anton Dreher árið 1841. Það sem einkennir þennan stíl er að bjórinn er millidökkur með svoldið rauðum tónum með meðalfyllingu og svolitla sætu í endann. Til að ná rétta bragðinu eru notaðar 4 gerðir af malti; Lager, Münich, karamellu og ristað malt

Auglýsing

Bruggun Víking jólabjórs tekur lengri tíma en þegar um venjulegan lagerbjór er að ræða. Þykir við hæfi að nostra sérstaklega við þennan hátíðabjór sem aðeins er seldur í stuttan tíma. Karamellumaltið gefur honum dekkri lit og keim af brenndum sykri, kaffi og karamellu. Þá er það einnig afar sérstakt við framleiðslu jólabjórsins að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerjuninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu.Hann hentar vel með mat og því tilvalinn í veisluna og á hlaðborðið.

Víkign Jólabjórinn kemur í 33cl flöskum , 33cl og 50cl.

Greinin er frá Víking Ölgerð, Hreiðar Þór Jónsson, Markaðsstjóri áfengis.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt