Giljagaur NR.14.1

0
687

Giljagaur er af ætt sterkustu bjóra heims, sem kallast Barleywine; þurrhumlaður, rauðleitur og spennandi. Hann er jólagjöf sem heldur áfram að gefa ár eftir ár, því hann verður betri með hverjum jólum. Giljagaur hefur margt skemmtilegt í pokahorninu, t.d. þrenns konar ger og blöndu af slóvenskum og bandarískum humlum. Ríkulegt bragðið felur m.a. í sér kóngabrjóstsykur og marmelaði – sannkallað jólahlaðborð í flösku! – Borg Brugghús

„Hreint dásamlegur bjór en að mínu mati of mikil bragðsprengja til að para við mat, þó hann gæti gengið með mjög bragðmikilli villibráð. Hann smellpassar hins vegar með dísætum eftirréttum á borð við crème brûlée og  paraður saman við bragðmikla blámygluosta er hann himnaríki á jörð.“ – Matviss / Bjórviss

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt