Giljagaur – Borg brugghús

0
505

Giljagaur – Borg brugghús

Mjög falleg froða endist og endist og endist, skýjaður kopar brúnn, falleg slæða.
Svakalega flottur humla ilmur sem tekur á móti manni, þessi húbba búbba bubblegum ilmur, eflaust belgískt ger á ferð enda þrjú ger notuð til að gerja þennan.
Sterkir jarðtónar, grösugur, sætir undirtónar, ótrúlega falleg beiskja, Nokkuð sætur, vottur af karmelu.
Mikil og góð fylling, góð sýra, þægileg beiskja í endirinnn, kallar á meira.
Þessi hefur heppnast með endæmum vel,

Auglýsing

85 af 100 fannst okkur vel við hæfi, enda annað snildar verk hér á ferð frá Borg Brugghús.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt