Gæðingur Stout

0
364

Muninn

Hausinn er 1 putti brúnn og rjómakenndur
Body er biksvart sem nóttin
Nefið er dökkir ávextir, anís, malt og alkohól
Smakkast af miklum anís, ristað malt
Eftirbraðið er anís með góðri endingu
Nálardofinn er meðalmikill og munnfylli er í meðallagi
Blúndan er mikil og flott
ABV er5,6%
Miðinn á flöskunni er sérstaklega skemmtileg
Þessi bjór er ekkert sérlega flókinn, átti von á meiru , skemmtilegur lakkrísbjór á ferð samt sem áður
Gef honum 89

Auglýsing

Huginn

Hausinn er rúmur einn fingur, brúnn og rólegur. Blúndan er mikil, þétt, skítug og olíukennd, hengja er mjög góð.
Nefið er nettur anís, dökkir ávextir, brennt kaffi og malt.
Uppbygging er svört sem nóttin. Fylling er mikil og góð, náladofi er fínn.
Bragð er anís og kaffi. Dökkir ávextir og beiskja í miðju. Eftirbragð er anís og beiskju er að finna hér og þar.
Venja er góð.
Þessi er alvöru ! ANÍS-KAFFI-MALT-BEISKJA ! Anís dettur inn rétt yfir hálfu glasi og stjórnar öllu. Og þetta er akkurat það sem vantaði, alvöru stout ! Öll brögð koma inn í réttum hlutföllum og anísinn kemur inn og yfirgnæfir þau, á góðann máta. Sjaldan hef ég fengið betri sötrara.
Ég gef þessum 98 af 100.

Fyrri greinMönchshof Kellerbier
Næsta greinAlbani Blålys
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt