Gæðingur jólabjór

0
315

Gæðingur Jólabjór; Gæðingur öl er enn eitt glæsilega fyrirtækið sem bætist við í micro brugghús landsins, staðsett í Skagafirði. Eru þeir að gera flotta hluti og á án efa eftir að koma margt flott frá þeim.

Gæðingur Jólabjór svipar margt til Gæðings stouts og er það alls ekki af verri endanum, enda er hér á ferð, hið ágætasta öl.

Auglýsing

Gæðingur Jólabjór er Brúnn. Mjúk meðalfylling, ósætur, fersk sýra, miðlugsbeiskja. Ristað malt, lakkrís, kakó, karamella.

Muninn

Hausinn er hálfur putti, snöggur
Bodu er dökk rautt
Nefið er anís og malt
Smkkast af anís, lítið malt
Eftirbragð er anís, en mjög stutt
Blúnda er ekki til
Nálardofinn er ekki mikill og munnfylli lítið.
Venjan er ekki nógu góð
ABV er 5,0%
Fyrir mitt leiti er þessi bjór langt undir væntingum og geri ég meiri kröfur til jólbjórs en Gæðingur er að uppfylla, virkar á mig eins og vatnsþynntur stout. Vona að þeir lagfæri þennann öl að ári. Sauðarkrókur á svo miklu meira inni en þetta sull. Undir meðallagi.
Gef þessum stout 45 af 100

Huginn

Hausinn eru um þrír fingur, ljós, rjómakenndur og rólegur. Blúndan er þétt, snögg og olíukennd.
Nefið er anís, malt og dökkir ávextir.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum. Fylling er rétt yfir meðallagi og náladofi lítill.
Bragð er anís og malt. Neðar í glasinu verður bragðið mildara, dökkir ávextir og malt verða meira áberandi. Eftirbragð er anís, nokkuð milt og ljúft.
Venja er góð.
Gæðingur jólabjór er nokkuð þéttur, ilmar og bragðast vel. Finnst hann þó keimlíkur Gæðingur Stout, fatta ekki alveg hvað á að gera þennan að jólabjór, það er eiginlega ekkert jólalegt við hann. Einfaldur stout, anís, malt og dökkir ávextir. Hann fær smá mínus fyrir einfaldleika og nær einfaldlega ekki að tendra jólaandann í mér. Einfaldur og bragðgóður… stout.
Þessi fær 70 af 100.

Fyrri greinØrbæk Fynsk Forår
Næsta greinKaldi Jólabjór
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt