Fur bryghus Vulcano Classic

0
182

Muninn

Hausinn er ca 3 puttar, ljós og rjómakenndur, flottur, stuttur
Body er fallega amber
Nefið er ger og létt sætt malt keimur með ávextir
Bragðast af sætu malti, lítil beyskja, karamella og pera, daufur
Eftirbragð er hverfandi þó smáveigis malt
Olíukendur og falleg blúnda sem kemur af honum.
Léttur í munni og rennur vel. Lítil kolsýra
Svo sem ekkert að venjast, hann er það léttur, og eins í gegnum alla flöskuna.
Ekki mikil hönnun er lögð í flöskuna þrátt fyrir að vera filteraður í gegnum eldfjallaösku. Tappinn er lélegur.
Þessi er of bragðdaufur fyrir mig og fyrir mitt leiti er hann neðan við meðallag
Einkunn 40 af 100

Huginn

Hausinn er mikill, ljós og tanaður og heilir þrír fingur. Rjómalagaður og nokkuð snöggur. Ágætis blúnda, eilítið olíukennd og hengja í meðallagi. Hausinn hvarf þó aldrei alveg, hékk og leyfði blúndunni að lifa.
Nefið er malt, sætt malt, ger og ljósir ávextir.
Uppbygging er hnetu/appelsínu-gyllt, virðist þunn, en er í meðallagi.
Bragðið er sætt malt og rúsínur/sveskjur.. frekar sætt, þó ljúft. Eftirbragð er ekki þurrt, þó örlítið mitt á tungu, beiskja í miðju og endar í sætum rúsínum/sveskjum.
Venja er mjög góð, kannski of góð, gerir hann nokkuð flatann á bragðið.
Flaskan er nokkuð ljót og cheap, fékk mig til að hugsa mig tvisvar um áður en ég keypti bjórinn. Fær slappa 30 fyrir útlit.
Þetta er mjög ljúfur lager sem rennur mjög auðveldlega niður, mjög góður.
Ég gef þessum lager 60 í einkunn.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.