FreeBeer verkefnið

0
4158

Fann þessa mjög svo áhugaverða síðu www.freebeer.org. Þetta verkefni er all sérstakt, mjög athyglisverð tilraun. Verkefnið byrjaði sem samstarfsverkefni Listamanna (Copenhagen-based artist collective Superflex) og nemendur úr upplýsingatækniskóla kaupmannahafnar (Copenhagen IT University). Hugmyndin var að brugga bjór og hafa hann undir „opnu leyfi“ (open source) sem kallast Attribution-ShareAlike 2.5. Öllum er því frjálst að þróa uppskriftina en verður þó að halda í nokkur hráefni til að geta kallast og flokkast undir FreeBeer verkefnið. Öllum er svo aftur frjálst að selja og græða pening á uppskriftunum en með þeim skilyrðum að það verður ávalt að birta uppskriftina frá A – Ö. Öllum er einnig frjálst að birta uppskriftirnar eða fjalla um verkefnið en þó verður að taka fram þá skilmála sem verkefnið fellur undir þ.e.a.s. Attribution-ShareAlike 2.5.

Eins og sjá má á heimasíðunni þeirra, þá hefur þetta verkefni fengið gríðalega góðar móttökur og hefur farið vítt og breytt um heiminn. Þessi tilraun er einstök að því leitinu til að, það á hana í raun enginn, það er öllum frjálst að gera það sem það vill við bjórinn / uppskriftina svo langt sem það er ekki brotið á skilmálunum (sem eru annsi opnir).

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt