Franziskaner Weissbier Royal

0
279

Muninn‎

Hausinn er 2 puttar hvítur og meðal snöggur.
Body er gyllt og skýjað, ófilteraður.
Nefið er brauð, ger og banani .
Bragðast af brauði, humlar sítrus með snert af banana og minna af malti en þó keimur
Eftirbragðið er brauð og banani með sæmilegri endingu
Nálardofi talsverður
Abv er 5,0
Lítil sem engin blúnda
Venjan er ekki nægilega góð
Flaskan er nokkuð flott, mynd af munki klikkar aldrei.
Þessi árgangsöl er samt sem áður ekki að gera sig fyrir mig, hann er undir meðallagi og fær heila 25 af 100

Auglýsing

 

Huginn

Hausinn eru þrír fingur, hvítur og rjómakenndur. Blúndan er ágæt, snögg en hangir þó.
Nefið er banani, ger og sítrus.
Uppbygging er gyllt og skýjuð, munnfylli í meðallagi með góðum náladofa.
Bragð er beiskt með banana í miðju. Eftirbragð er lítið, mest á miðju, og jafnvel malt aftast.
Venja er ágæt.
Þessi var fínn, jafnvel betri en Hacker Pschorr Hefe Weisse, ferskara bragð og léttari.
Gef þessum 40 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt