Fionia Abbey Ale

0
251

Muninn

Hausinn er 2 puttar, ljós og stuttur
Body er hnetu rautt og skýjað.
Nefið er ger og léttir ávextir
Bragðast af sítrus,appelsína, örlítil beyskja, og krydd. Súrt yfirgnæfandi í þessum.
Eftirbragð er sætt, frúttí með pínulitlum beyskum keim.
Olíulaus og engin blúnda.
APV er 6,8%
Þessi öl er ófilteraður og á að flokkast sem Abbey Ale, sama og dubbel trappist.
Venjan er ágæt, ágerist þó sítrónan í hinum
Flaskan er týpísk Ørbæk og er ekkert spes, Merki nnrugghússins er þó grafið í flöskuna, ómerktur tappi sem er enn meira turnoff.
Góð kolsýra.
Þegar öllu er á bornin hvolft er þessi ágætur og ekkert meir en það. Fyrir þann pening sem hann kostar mynddi ég frekar kaupa Westmalle Dubbel, sem er orginal Trappist og verður fjallað um seinna.
ágætis Abbey ale engu að síður, mér finnst hann ver rétt á meðallagi, þó ef mikil sítrus, læt hann þó njóta vafanns.
Fær 58 af 100 hjá mér.

Huginn ‎

Tveggja fingra ljós og stuttur haus. Lítil sem engin blúnda.
Nefið er ger og sítrus, gæti einnig leynst þar eiturþurr eik.
Uppbygging er kampavínsrauð og þokukennd. Þunnur með góðum koltvísíring. Koltvísíringurinn helst alveg í gegn, sem gerir hann mjög lifandi, saman með sítrus og léttleika.
Bragð er sætt malt og örlítil beiskja með meðalþurru sítrónu/appelsínu eftirbragði. Meira sítrus bragð neðar í flöskunni, jafnvel þurr eik, einnig í eftirbragði. Áfengisbragð eikst einnig til muna á síðustu dropum þó það hafi falist vel í byrjun.
Venja er nokkuð góð.
Flaskan er nokkuð slöpp, virðist fjöldaframleidd og gefur engar vonir til innihaldsins. Gef flöskunni 35.
Þetta er mjög góð tilraun hjá Ørbæk til að gera „eftirhermu“ af Trappist Dubbel bjór, naut hans til síðasta dropa.
Þessi fær 65 af 100 frá mér.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt