Falle Høstbryg

0
294

Muninn
Hausinn eru réttir 2 puttar
Body er rauð hneta
Nefið er ger, dökkir ávextir og hunang
Bragðast af malti, dökkum ávöxtum og beyskju, ekki frá því að ódýrt
járnbragð leynist þarna líka með hunanginu
Eftirbragð er malt útí hunang útí beyska humla
Nálardofinn er þægilegur
Vengan er góð, verður betri þegar á líður
Blúndan er talsverð með góðri hengju
ABV er 6,0%
þessi kemur mér skemmtilega á óvart, verður betri þegar líður í glasið
sæta, malt og humlar í góðu jafnvægi.
Gef honum 35 af 100

Huginn
Hausinn eru tveir fingur, ljós, rjómakenndur með góðri hengju. Blúnda
er góð með ágætis hengju.
Nef er ger, brauð og dökkt malt.
Uppbygging er dökkt mahóný. Fylling er í meðallagi og náladofi er rétt
undir meðallagi.
Bragð er dökkt malt og sæta, púðursykur. Klípa af beiskju. Miðjan er
malt og eftirbragðið er samblanda af fyrrnefndum brögðum, lumar á
beiskju í eftirbragði. Alveg aftast er malt ríkjandi.
Venja er undir meðallagi.
Þessi kom á óvart, bjóst við pilsner týpu en fékk sætann maltbjór.
Minnir svolítið á Harboe 1883, samt ekki nærri eins sætur og þá er
beiskjan vel velkomin, þó það sé alveg í minna lagi. Byrjar sætur og
endar beiskur, það er kannski það sem bjargar honum.. og semi-langt
eftirbragð.
Ég gef þessum 40 af 100.

Fyrri greinBjór og heilsa
Næsta greinKrenkerup Juleøl
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt