Er einhver tenging á milli humla og marijuana?

0
495

Fyrir þau ykkar sem hafið ilmað af cannabis, þá hafið þið e.t.v tekið eftir því að það ilmar mjög svipað og sumir IPA, en þýðir þetta þá að cannabis og Humulus séu skildar plöntur? Stutta svarið er, já, en ekki vegna þess að plönturnar líkjast á einn eða annan hátt, hafa svipað útlit og/eða ilm/bragð og s.frv, sem fékk vísindamenn áður fyrr til að para þessar tvær plöntur í sama flokk, heldur vegna þess að, eftir að vísindamenn fóru að grenslast fyrir um gen ýmisa lífvera og eftir að hafa borið saman rbcL, trnL-F, ndhF og matK DNA, þá fundu þeir út að cannabis og humulus eru náskyldar plöntur og tilheyra fjölskyldu platna að nafni Cannabinaceate.

Þýðir þetta þá að fólk geti fengið það sama úr humlum og cannabis? Nei, því ekki eru þessar plöntur það náskyldar að þær framleiði sömu efnin (og ætla ég ekki einu sinni að reyna að fara út í að útskýra það, það er efni í góða ritgerð). En hafir þú áhuga á að prófa að búa til bjór úr cannabis, þá gæti það reynst torvelt (fyrir það fyrsta, ólöglegt), því allar umræður um slíkt inn á heimabrugg síðum er meira og minna hent út og fólk hvatt til að vera ekkert að ræða það nánar, en mér skilst að þeir sem hafi reynt þetta, hafi fyrir það fyrsta notað hausinn (bud) af plöntunni og þar sem það er yfirleitt þurrkað, þá þarf að byrja á að bleyta upp í því, einnig til að ná úr því vatnsleysanlegri tjöru. En svo aftur, þá er líka ekkert að því að nota cannabis til að þurr“humla“, það er víst furðulega lítil áhætt á að sýkja bjórinn og enn síður ef það er gerilsneytt. Heimabruggarar hafa svo verið að nota grunn af dökku öli, allt sem hefur góðan malt grunn ætti að vera nóg til að yfirbuga óþarfa/óþægilega bragðtóna sem gætu komið í bjórinn. THC er svo uppleysanlegt í alkóhóili, það er þá ráð að brugga um og yfir 8%, eða setja í vodka og henda svo út í um leið og bjórinn er settur á flöskur/kúta.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt