Einstök Ölgerð

3
1329

„The Einstök brewery is located just 60 miles south of the artic circle in the fishing port of Akureyri, Iceland. There, water flows from rain and prehistoric glaciers down the hlíðarfjall mountain and through anchient lava fields, delivering the purest water on earth and the perfect foundation for brewing deliciously refreshing craft ales.“
Einstök Ölgerð

Svo hljómar lýsingin á nýrri ölgerð sem hefur það skemmtilega nafn, Einstök Ölgerð. Er þessi ölgerð ætlað að brugga bjóra á erlendan markað fyrst og fremst en höfum við heyrt að ef vel tekst til að þá munu þessir bjórar einnig birtast í Vínbúðum hér á Íslandi. Bruggmeistarinn fyrir Einstök Ölgerð er Baldur Kárason, Bruggmeistari Víking Ölgerð og hefur hann sett saman 4 bjóra sem nú er verið að kynna á heimasíðu þeirra, eða Einstök Icelandic Toasted Porter, Einstök Icelandic White ale, Einstök Icelandic Pale Ale og Einstök Icelandic Doppelbock.

Enn sem komið er þá skilst okkur að þetta sé enn á byrjunarstigi en stefnir í að verða stórt vörumerki, enda er markaðsetningin annsi öflug að okkur sýnist.

Auglýsing

Við munum svo fylgjast grant með þessu spennandi verkefni eftir því sem á líður og við munum auðvitað skrá inn á Bjórspjall þá bjóra sem Einstök Ölgerð er að markaðsetja á komandi vikum.

3 ATHUGASEMDIR

  1. Ég keypti flösku af Einstök, „Icelandic Doublebock“ í kjörbúð í
    Tallin í Eistlandi fyrir nokkrum dögum. Enga dagsettningu er að finna á flöskunni, en skv. reglum ESB má ekki selja bjór í ESB sem ekki hefur síðasta ráðlagða neysludag skráðan á flöskuna eða dósina. Hvernig get ég vitað hversu gamall bjórinn í flöskunni er og hvort að hættulaust sé að drekka hann?

    • Það er auðvitað vítavert, bjór helst ekki ferskur nema í um 6 mánuði, nema það sé enn gerill í bjórnum og bjórinn þess mun sterkari, þá getur bjórinn ennst von úr viti. En þetta er víst ekki óalgengt að brugghús geri þetta, en á móti, þá eru oft á miðunum sér merkingar, (sérstaklega á USA bjórnum), þá eru stafir frá A – M sem merkja mánuðina og næstu fjórir stafirnir eru dagarnir sem bjórinn var búinn til, ef þetta er til staðar, þá ættir þú að geta fundið nokkurn veginn út hvenær bjórinn var settur á flöskur. Ef þetta er ekki til staðar, þá er enginn hægðar leikur að finna út hvenær bjórinn rennur út. Tæknilega séð, þá ætti að vera í lagi að drekka bjór þó svo að það séu komin nokkur ár, bjórinn verður ekki hættulegur, en getur orðið ólystugur. Ef bjórinn hefur verið í kælingu, þá endist bjórinn betur. Það getur myndast smá grugg/kekkir í hálsinum (getur haldið flöskuni upp að ljósi og séð hvort svo er) og ef svo, þá henda, nema þér þyki gott að drekka sýktan bjór. Ef bjórinn er orðinn meira en 6 mánaða gamall, þá máttu búast við braðgdaufari bjór, jafnvel óbragði, en eina leiðin er auðvitað að smakka. Eins og áður sagði, bjórinn verður ekkert eitraður, aðeins bragð vondur eftir því sem hann verður eldri, gefið að bjórinn sé ekki með gerilinn enn.

    • Það er líka hægt að fylgja eftir nokkrum vísbendingum um hvort bjórinn sé ferskur eður ei. Þegar flaskan er opnuð, þá kemur auðvitað í flestum tilfellum þetta dásamlega „psssst“ hljóð, ef það vantar, þá er það ákevðin vísbending. Froðan er líka vísbending, ef það er lítil sem engin froða, þá gæti bjórinn verið orðinn of gamall og/eða skemmdur. Engin kolsýra í bjórnum er líka vísbening. Botnfall og litabreyting í bjórnum er líka vísbending. Svo fer auðvitað eftir hversu lengi bjórinn hefur verið geymdur, hvort það sé komið ryk lag utan á flöskuna, en flestar búðir passa vel upp á að það gerist ekki.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt