Einstök Íslenskur Bjór í Ameríku

0
804

Einstök er bjórverkefni sem hefur verið unnið markvist að hér á Íslandi síðan 2010. Það var stofnað af Bernard La Borie, David Altshuler og Jack Sichterman eftir að þeir hófu leit sína af tærasta og hreinasta vatninu, sem þeir á endanum fundu (náttúrlega) á Íslandi. Þeir tóku upp samstarf við Víking ölgerð sem sér um að brugga og tappa á flöskurnar fyrir þá og sér Baldur Kárason bruggmeistari um að framkalla kraftaverkið að breyta vatni í vín eða í þessu tilfelli bjór. Þrátt fyrir að Einstök sé framleidd fyrir erlendan markað þá höfum við Íslendingar verið svo lánsamir að fá að njóta hans. Bjórinn er hægt að fá í betri vínbúðum landsins, á börum og veitingarstöðum. Bjórinn hefur einnig verið hægt að fá í Bretlandi síðan í September og hefur salan gengið vel, fæst orðið á nokkrum tugum bara í Bretlandi, sérstaklega á London svæðinu. Hann hefur verið fáanlegur í Harvey Nichols verslununum, m.a. á Knightsbridge síðan í október og gengið þar vel.
Hreiðar Þór Jónsson markaðstjóri hjá Vífilfelli segir „En það er alveg klárt mál að þetta er mjög góð landkynning fyrir okkur“. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig bjórmenningin á Ameríska markaðnum tekur í bjór framleiddan úr tæru gæða vatni frá Íslandi.

Markaðsherferðin sem Einstök hefur tekið upp á sína arma samanstendur af þremur meigin hlutum:

Auglýsing
  • Víkingurinn – Sem er eitt af helstu táknum um mikla menn sem nutu þessa að svamla í bjór og sigra orrustur.
  • Staðsetning – Víking ölgerð er staðsett rétt um 100 km frá norður heimsskautsbaugi, sem gefur (öðrum en Íslendingum) til kynna að það er langt í burtu. En það bendir til að bjórinn er framleiddur rétt hjá Ameríska jólasveininum.
  • Tærasta vatnið – Eitt mesta stolt okkar Íslendinga, en vatnið í bjórnum kemur frá lindum fyrir ofan Akureyri.

Samkvæmt Beernews.co.uk byrjar Einstök herferðina sína í California í samstarfi við Wine Warehouse, sem er einn stærsti dreifingaraðili í Bandaríkjunum. Fólk getur skráð sig á www.einstokbeer.com/ og fengið póst um leið og þeir hafa „sigrað“ póstnúmerið sem þú ert í.
Einstök gefur út 3 bjóra, “Einstök White Ale“ sem er bruggaður eftir aldar gamalli belgískri hefð sem samanstendur af hefðbundum hveitibjór / hvít öl (en. Classic witbier) ,appelsínubörk og kóríander. “Einstök Pale Ale“ þar sem America og Bavaria koma saman, Cascade humlar gefa amerískan blæ og Northernen Brewer humlar gefa þann íslenska. “Einstök Toasted Porter“ Karmella (en. toffee) og dökkt súkkulaði gefa ríka og mjúka fyllingu.

Heimildir;
http://www.einstokbeer.com/

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt