Eini viðurkenndi Cicerone-inn í þorpinu

0
126

Ég fór nú um daginn á námskeið hjá eina Cicerone íslands, eða Hjörvari Óla Sigurðssyni, sem haldin var á Brewdog Reykjavík.

Cicerone

Áður en lengra er haldið, þá langar mig að byrja á því að útskýra hvað Cicerone er. Cicerone er ein af bestu viðurkenningum sem hægt er að fá í bjórheiminum í dag. Cicerone er það sem Sommelier er fyrir vínmenninguna, eða bjórþjónn. Þau sem mennta sig í þessum fræðum eru í raun hámenntaðir bjórnördar og þykir það mikill metnaður að sækja sér þessa gráðu þar sem undirbúningsvinnan er hreint út svakaleg.

Það eru til Somalier bjórþjónar (námskeið) og eru þau alls ekki af verri endanum en Cicerone hefur og er án efa ein stærsta og sérhæfðasta viðurkenning sem bjórnörd getur nælt sér í.

Cicerone kemur í 4 stigum eða, Cicerone certified beer server (grunnur), Cicerone, Advanced Cicerone og Master Cicerone. Það eru um 17 manns (þegar þessi grein er skrifuð) með Cicerone Certified Beer Server gráður hér á landi og er hægt að sjá listan hér. Hjörval Óli, kennari námskeiðisins er svo eini Cicerone á Íslandi.

Sem smá innsýn inn í hversu erfið þessi fræði eru, þá er alls ekki óalgengt að bjórnördar taki sér um a.m.k 2 ár í undirbúningsvinnu fyrir Cicerone. Það eru svo aðeins 18 master Cicerone í heiminum þegar þessi grein er skrifuð af yfir 100 þúsund Cicerone menntuðum bjórnördum víðsvegar um heiminn. Það ætti að gefa smá hugmynd um hversu ótrúleg menntun þetta er.

Námskeiðið

Námskeiðið var haldið í fyrsta sinn 7 nóvember, 2019. Byrjað var á að fara létt yfir (ég segi létt þar sem þessi fræði eru svo ótrúlega mikil) hvað bjór er, hráefnið og ýmis fræði tengd bjórnum. Smakkaðir voru 4 bjórar sem opnuðu gesti kvöldsins hægt og rólega fyrir heimi bjórsins, allt frá pale ale, yfir í IPA.

Þegar búið var að byggja góðan grunn, var farið út í að útskýra hina ýmsustu stíla, munin þar á, humla, ger, bjór víðsvegar um heiminn og ýmislegt annað. Voru þá næstu 4 bjórar notaðir til að fá smá samhengi í allan þann fróðleik sem Hjörvar helti úr viskubrunni sínum.

Að hafa haldið all mörg námskeið sjálfur í gegnum Bjórspjall, þá get ég sagt að það er alls ekki auðvelt að skipuleggja námsefni á svo stuttum tíma sem 1 og hálfur klukkutími er, enda er um gífurlega stórt málefni að ræða og eyðir fagfólk mörgum árum í að læra þessa iðn. Er því óhætt að segja að Hjörvari hafi tekist einstaklega vel til og námskeiðið hafi því verið í alla staði frábært, mæli hiklaust með því að fólk nýti sér námskeið á vegum eina viðurkennda Cicerone-inn í þorpinu. Frábær grunnur og gott betur en það.

Nú er bara að vona að það verði framhaldsnámskeið þar sem farið verður enn dýpra ofan í bjórmenninguna, ég bíð spenntur!

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt