Eimverk – Fyrsta íslenska Viskí framleiðslan

0
110

Eimverk

Bjórspjall fór nú fyrir stuttu og heimsótti Eimverk, fyrstu og einu viskí framleiðsluna á Íslandi (eins og er). Við höfðum kíkt á þau einu sinni áður þegar þau voru að byrja fyrir alvöru eða 2014 að mig minnir og er óhætt að segja að þau hafi stækkað heil mikið síðan þá.

Nú, sum eru e.t.v að spá afhverju Bjórspjall, áhuga síða um bjór og bjórmenningu skildi fara í heimsókn til Eimverks? Svarið er einfalt, fyrir utan að viskí er stóri bróðir bjórsins, þá gáfu þau út nú á dögunum Flóki – Beer barrel aged, varð ég því heldur forvitinn.

Eimverk er fjölskyldurekið fyrirtæki, stofnað 2009. Þau byrjuðu með littla tilraunastarsemi sem átti svo sem ekki að verða að fyrstu viskí framleiðslu Íslands, en eins og með svo mörg sem byrja í þessu, þá byrjaði þetta allt með fykti og nú eru þau svo sannarlega komin lengra og óhætt að segja að þau séu orðin mun þroskaðri nú en áður… viskíin þ.e.a.s.

Það hefur svo farið óhemju mikið í að þróa uppskriftir sem og tæki sem hefur svo sannarlega skilað sér því þau eru nú að raka að sér verðlaunum hvert svo sem þau koma. Heyrði útundan mér að, það hafi verið gerðar 163 uppskrifitr áður en þau náðu loks þeirri uppskrift sem þau notast við í dag.

Eimverk notar eingöngu íslenskt hráefni í framleiðslu sína, svo mikill er metnaðurinn að það skiptir jafnvel engu máli þó íslenska kornið framleiði minni sykrur en korn frá heitari loftslagi, íslenskt skal það vera.

Mér var svo tjáð að þau geri tilraunir með bjór öðru hvoru en hvort það verði einhver bjórframleiðsla í framtíðini meðfram viskí framleiðsluni, það verður tíminn að leiða í ljós. Við hér á Bjórspjallinu vonum svo innilega að svo verði, enda tilvalið að nýta gamlar tunnur til að þroska góðan porter/stout á, eða jafnvel eitthvað ævintýralegt eins og lager, bock eða eitthvað álíka.

Kynningin

Eins og áður sagði, þá fórum við í heimsókn, nánar tiltekið, í kynningu hjá þeim og er óhætt að segja að þetta sé ein af betri kynningum sem ég hef farið á í lengri tíma, mikið af fróðleik sem og auðvitað smakkað á afurðum fyrirtækisins.

Það var fámennt en góðmennt og voru það ég, par frá Belgíu og kynnir. Það er því óhætt að segja að 2 metra reglunni hafi verið svo sannarlega fylgt í þaula.

Er óhætt að segja að það er nóg af að taka, mikill fróðleikur og heil mikil saga um þá drykki sem þau framleiða og verður því enginn vonsvikinn af kynningunni hjá þeim.

Eftir að smakkið var hálfnað, þá er okkur boðið að kýkja inn í verksmiðjuna sjálfa og skoða hvernig viskíið, gin og aðrar vörur verða til, sem er ótrúleg upplifun því þau hafa lagt ótrúlega metnað í allt hráefni eins og áður sagði sem og tækjabúnað sem þau hafa sjálfvirknivætt, enda eru eigendur Eimverks einnig eigendur að fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfvirknivæðingu.

Voru þau í miðjum klíðum að búa til sitt fyrsta rúg viskí, eða Rye whiskey og þó svo að við fengum ekki að sjá þegar það var sett á tunnur, þá er hægt að sjá á Fésbókarfærslu þeirra þegar þau fylla á tunnu. Við fengum þó smá sýnishorn af hvað koma skildi og verð ég að segja að ég er mjög spenntur þegar á endann verður litið, eða smakkað í þessu tilfelli.

Tunnurnar sem þau nota eru svo fengnar glænýjar frá Bandaríkjunum sem þau nota fyrir ungmaltið, en tunnurnar eru svo notaðar aftur fyrir Flóka Single Malt sem fær að liggja á tunnunum í mun lengri tíma.

Við fengum svo ýmislegan skemmtilegan fróðleik eins og t.d að auðjöfrar koma stöku sinnum til þeirra og kaupa heilu tunnurnar og fljúga svo út með þær í einkaþotum sem þau svo aldra í einkasafni sínu um ókomin ár, það eru því án efa nokkrar tunnur þarna úti sem gætu orðið mjög verðmætar í framtíðini og ef auðjöfrar sjá sér tækifæri í þessu, þá getur ekki verið annað en að hér sé hágæða vara á ferð, sem það vissulega er.

Flóki – Beer Barrel Aged

En svo við komum nú aftur að einni af aðal ástæðunum afhvejru Bjórspjall fékk að kíkja við, eða Flóki – Icelandic Single Malt Whisky – Beer Barrel Finish

Hefur þá Eimverk látið einmöltung (single malt whisky) liggja á bjór tunnum og að þessu sinni komu tunnurnar víst frá Einstök Beer (sel það ekki dýrara en ég keypti það) og var áður stout á tunnunni.

Ég ætla mér svo að gera umfjöllun um þetta flotta viskí ásamt nokkrum vinum mínum og mun deila okkar upplifun áður en langt um líður. ég fékk þó að smakka þessa útgáfu á kynningunni og varð ég alls ekki vonsvikinn, en geymum nánari umfjöllun fyrir næstu grein.

Fyrir þau sem vilja fara í kynningu til þeirra, þá er hægt að smella á þennan hlekk og panta tíma í smökkun, mæli eindregið með því, það er vel þess virði!

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt