Dark Horse – Ørbæk

0
244

Muninn

Hausinn er 3 puttar, ljós og snöggur. Nefið er dökkir ávextir, sætt malt. Body er dökkrautt. Smakkast af létt brenndu malt,i engin beiskja, þunnur. Ágætis blúnda. Eftirbragðið er ekkert. Þessi er APV 5%.
Týpískur Ørbæk, bjóst við litlu og fékk akkúrat það sem ég keypti. Flaskan er í svipuðum stíl og systkynin hans. Bjórinn er að mínu mati þó rétt á meðallagi. Gef honum 55 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er þrír fingur, ljós og rjómakenndur, meðalsnöggur. Blúnda er ágæt með örlítilli hengju.
Nefið er ger, sæta og malt.
Uppbygging er dökk með rauðum tónum og meðalþunnur, ekki mikill koltvísíringur.
Bragð er brennt malt með kaffitónum og eftirbragð er nokkuð dauft. Ber nokkuð á dökkum ávöxtum þegar lengra dregur. Kaffibragð eykst neðar í flöskunni.
Venja er nokkuð góð.
Flaskan er töff, og nafnið líka.. eykur samt væntingar of mikið. Flaskan er alveg eins og allar aðrar Ørbæk flöskur, samt með flottustu miðana.. og nafnið.
Þessi lager er ágætur, kannski týpískur Schwartzbier, ef það er hægt að segja svo. Er þó nokkuð ánægður með hann, þá sérstaklega kaffitónana og brennda maltið.
Þessi fær 40 af 100 frá mér.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt