Classic English Pale Ale

0
425

Koks var notað til að þurrka malt 1642, en það var ekki fyrr en um 1703 sem föl öl eða „Pale ale“ var notað til að lýsa bjór sem var gert úr slíku malti. Um 1784, birtist auglýsing í Calcutta Gazette þar sem lýst var „léttu og frábæru“ föl öli (pale ale). Um 1830, var eins farið með „bitter“ og „pale ale“. Bruggarar lýstu bjórum sínum sem „pale ales“ þó viðskiptavinir töluðu um sama bjórinn sem „bitter“. Því hefur verið haldið fram að, viðskiptainvir hafi gert þetta til að skilgreina á milli „pale ale“ og „porter“ og „mild„. Um miðja 20 öldina, voru bruggarar enn að merkja bjóra sína sem „pale ale“, fóru þeir þó að merkja svo kallaða „cask“ bjóra sem „bitter“, nema bjóra frá Burton on Trent þar sem þeir nefna þá bjóra „pale ale“.

Klassískur enskur föl öl eða „Classic English pale ales“ eru gullnir út í kopar litaðir, með jarð tóna, enska humla karakter. Ath. „jarð tóna, enska humla karakter“ er það sem einkennir stílinn, en það gæti þó verið að það sé notaðir aðrir humlar en ensku afbrigðin. Miðlungs til há beiskja í bragði og ilm ættu að vera til staðar. Miðlungs fylling, með lágri til miðlungs malt bragð og ilm. Lítill karmelu keimur er leyfilegur. Ávaxta esterar í bragði og ilmi eru allt frá því að vera hæfilega eftirtekta verðir upp í að vera sterkir tónar. Kulda grugg (Chill haze) gæti myndast við mjög lágt hitastig. Diacetyl (smjör karmelu, eða butterscotch tónar) á helst ekki að vera til staðar í bjórnum, en er þó ásættanlegt í mjög littlu mæli.

OG (°Plato) 1.040-1.056 (10-14 °Plato)
FG (°Plato) 1.008-1.016 (2-4 °Plato)
Alkóhól eftir þyngd (Rúmmál) 3.5-4.2% (4.5-5.5%)
Biturleiki (IBU) 20-40
Litbrigði SRM (EBC) 5 – 14 (10-28 EBC)

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt