Chimay Red Cap

0
257

Muninn

Hausinn er um hálfur putti, mjög snöggur Body er appelsínu rauðbrúnt Nefið er ferskir og dökkir ávextir, sætt malt, ger Smakkast af sætu malti, krydd, einhver biturleiki, örlar á blóðappelsínu og hveiti Eftirbragðið er byrjar í malti, krydd og endar í léttum biturleika þétt blúnda en snögg Venjan er fín Abv er 7% Nálardofinn er léttur og munnfylli er mikið Þessi trappisti er alveg ágætur, en ekki að fara að gera neinar miklar rósir. Ég varð fyrir vonbrygðum viðað við væntingar sem voru of miklar. Átti von á trappista uppá 98 en fékk í staðinn rauðann Chimay sem ég gef 85 af 100

Auglýsing

Huginn

Hausinn er rétt um fingur, ljós og snöggur. Blúndan er þétt og snögg. Nefið er ávaxtakennt og gerjað, humlar, dökkir ávextir og malt. Uppbygging er appelsínu-rauðbrún. Fylling er undir meðallagi og náladofi er fínn. Bragð er biturt og ávaxtakennt, krydd og ljúft malt. Eftirbragð er svoldið dauf blanda af fyrrnefndum brögðum. Í bragðinu finnst smá hveiti, finnst það svoldið einkennandi með þessa belgísku að það sé notað smá hveiti hér og þar. Venja er góð. Þetta er rauður Chimay, gott bragð í fínu jafnvægi, mætti vera örlítið ákveðnari og sterkari. Flottur belgískur, en myndi líklega kaupa eitthvað annað fyrir þennann pening. Ég gef þessum 75 af 100.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt