Carlsberg Carls porter

0
283

Muninn

Hausinn eru 4 puttar, vek brúnn og flottur, einhver sá svakalegasti sem ég hef séð hingað til, endist vel, er eins og rjómi
Nefið er ristað malt, dökkir ávextir, súkkulaði
Body er biksvart.ógegnsætt. Mjög fallegt
Smakkast af ristuðu malti, súkkulaði og beyskur jafnvel karamellu keimur, mikil sæta. Anísbragð kemur sterkara innn eftir því sem neðar dregur í flöskunua.
Eftirbragð er af sætu anís og ristuðu malti, beyskjan er ekki mikil í eftirbragði, en ágerist
Mikil olía og flott blúnda
Áferðin er mjög þægileg og fer vel í munni
Venjan er mjög góð
Flaskan og miðinn er týpísk Carlsberg

Auglýsing

þessi er mjög fínn, reyndar er þetta einn besti sem Carlsberg framleiðir.
Einkunn 95 af 100
fyrir 5 klst. síðan · Líkar þetta

Huginn

Brúnn haus, þrír fingur og helst ótrúlega vel. Rjómalagaður.
Nefið er sterkt malt og dökkir ávextir.
Uppbygging er biksvört og olíukennd.
Mikil og seig blúnda.
Brennt malt bragð með klípu af kaffi, súkkulaði leynist þar á milli.
Hangandi eftirbragð, þurrt í miðju.
Verður þurrarri þegar á dregur og anís eykst nokkuð
Venjan er ágæt.
Hönnun er í meðallagi, Carlsberg hefði getað lagt meira í svona fínann bjór.
Þessi fær 93 af 100 frá mér.

Fyrri greinLeffe Blonde
Næsta greinMidtfyns Bryghus, Gunners Ale
Mjaðarbandalagið er stofnað af íslenskum víkingum sem lögðust á árar til útlanda. Enginn veit með vissu hvar í heiminum þeir eru hverju sinni. Sumir segja að oktoberfest hafi fyrst verið haldin sem móttökuteiti fyrir Mjaðarbandalagið við komuna til bæjaralands. Aðrir vilja meina að guðinn Óðinn hafi sent þá til að prófa nútíma mjöð fyrir sig. Allt sem við vitum með vissu er að þeir senda heim reglulegar skýrslur úr heimsförinni.

Skilja eftir athugasemd

Vinsamlegast skráðu athugasemd þína!
Vinsamlegast sláðu inn nafn þitt